189 milljóna höll í Kópavogi

Við Dalaþing 36 í Kópavogi hefur fjölskylda búið sér einstakt heimili með hjálp arkitekta. Húsið sjálft er hannað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt og alla innanhússhönnun annaðist Guðbjörg Magnúsdóttir. 

Húsið sjálft var byggt 2017 og er það 322,5 fm að stærð. 

Fiskibeinaparket, dökkar innréttingar, marmari og fallegir litatónar einkenna heimilið. 

„Um er að ræða glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum á jaðarlóð við Elliðavatnið. Húsið er einangrað að utan og klætt með koparklæðningu. Neðri fletir hússins sem eru ekki klæddir eru múraðir og málaðir í gráum lit. Gluggar eru sérlega vandaðir úr áli. Free at home-rafkerfi er í húsinu. Gólfhiti er einnig í öllum rýmum sem hægt er að stýra í Free at home-kerfinu. Allar innréttingar eru sérmíðaðar af trésmiðjunni Heggur og teiknaðar af Guðbjörgu Magnúsdóttur úr ýmist steingráum sprautulökkuðum við eða svartbæsaðri eik. Borðplötur í eldhúsi, baðherbergjum og í þvottahúsi eru fallegur grár marmari. Gólfefni eru bæði glæsilegar og vandaðar dökkgráar flísar og niðurlímt eikarparket með fiskbeinamynstri. Öll eldhústæki eru frá Miele. Tvennar svalir eru á húsinu, aðrar mjög stórar með lerkigólfi og snúa þær í suður, hinar snúa í norður og ná þar einnig í vestur og eru með glæsilegu útsýni út yfir Elliðavatnið, Esjuna og yfir á heiðar,“ segir á fasteignavef mbl.is. 

Eins og sjá má á myndunum er húsið afar sjarmerandi og fallegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Dalaþing 36

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál