Greta Salóme flytur ásamt kærastanum

Greta Salóme.
Greta Salóme.

Söngkonan Greta Salóme og unnusti hennar, Elvar Þór Karlsson, hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu. 

Íbúðin er 101 fm að stærð og er í húsi sem byggt var 2004. Heimili þeirra er mjög smekklegt og fallegt. Stofa og eldhús renna saman í eitt í einu sameiginlegu rými. Risastór eyja setur svip sinn á eldhúsið. Innréttingin sjálf er hvít og sprautulökkuð. 

Í íbúðinni er Greta Salóme með hljóðver enda þurfa tónlistarmenn og konur að vera sjálfbær og geta tekið upp efni þegar andinn kemur yfir það. 

Baðherbergið er nýuppgert en það er með gráum flísum og dökkri innréttingu. Þar er líka stór spegill með lýsingu á bak við sem gerir mikið fyrir heildarmynd rýmisins. 

Af fasteignavef mbl.is: Tröllateigur 51

Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
mbl.is