Bjart og fallegt í Fossvoginum

Fallegt heimili í Fossvoginum.
Fallegt heimili í Fossvoginum. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun

Fallegt og nýuppgert endaraðhús við Brúnaland í Fossvoginum er komið á sölu. Núverandi eigendur hafa komið sér smekklega fyrir í húsinu sem er á fjórum pöllum og fær skandínavísk hönnun að njóta sín í húsinu. 

Þrjú svefnherbergi eru í húsinu sem og þrjú baðherbergi. Hjónaherbergið er sannkölluð hjónasvíta en úr herberginu er innangengt í fataherbergi og á baðherbergi. 

Þeir sem þekkja til í Fossvoginum vilja meina að þar sé alltaf besta veðrið á höfuðborgarsvæðinu. Nýbúið er að gera pall við húsið og er vafalaust hægt að nýta hann ásamt heita pottinum og útisturtunni í góða veðrinu í Fossvoginum. 

Af fasteignavef mbl.is: Brúnaland 22

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
mbl.is