Myntugræn paradís við Grandaveg

Við Grandaveg í Reykjavík stendur 121,8 fm íbúð sem vekur eftirtekt fyrir smekklegheit. Um er að ræða íbúð á þriðju hæð í húsi sem byggt var 2016. Í íbúðinni eru yfirbyggðar svalir sem margir eru hrifnir af. 

Það sem vekur athygli, fyrir utan fallega uppröðun á hlutum, er hvað íbúðin er máluð í fallegum myntugrænum lit að hluta til. Þessi myntugræni litur fer vel við dökkar innréttingar, fiskibeinaparket og hvítar sjöur Arne Jacobsen. 

Í íbúðinni er gott skipulag og eru tvö baðherbergi í húsinu sem mörgum þykir einstakur kostur. 

Af fasteignavef mbl.is: Grandavegur 42E

mbl.is