Einstök 116 fm íbúð fyrir hefðarketti í 101

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Suðurgötu í Reykjavík stendur glæsilegt hús fyrir ofan götu sem byggt var 1931. Á miðhæðinni er 116,2 fm íbúð sem innréttuð er með einstökum hætti. Stíllinn er svolítið eins og í frönsku sveitasetri en líka svolítið eins og fólk sé komið á betri heimili í sveitum Svíþjóðar. 

Eldhúsið er til dæmis ákaflega sjarmerandi en innréttingin er að hluta til upprunaleg með flísalögðum flötum og skápahurðum með viðarrömmum. Stór vaskur með innbyggðum blöndunartækjum nýtist vel við eldamennsku en lítið er um efri skápa sem gerir það að verkum að það andar vel um alla fallegu skrautmunina sem prýða eldhúsið. 

Þegar inn í stofu er komið tekur við heill heimur þar sem falleg húsgögn fá að njóta sín. Veggirnir eru grágrænir sem kemur vel út við antík-munina sem prýða heimilið. 

Baðherbergið er flísalagt upp á miðja veggi og setur fallegur vaskur svip sinn á íbúðina. 

Ef þig dreymir um tilveru þar sem þú getur farið allra þinna ferða fótgangandi, rölt á kaffihús í blómakjól og sandölum, nært þig á veitingastöðum miðborgarinnar eða skokkað í kringum Tjörnina þá er þetta íbúð fyrir þig. 

Af fasteignavef mbl.is: Suðurgata 18

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is