Rut Káradóttir hefur sterkar skoðanir á heimilum

Rut Káradóttir innanhússarkitekt segir að það sé ekki í lagi …
Rut Káradóttir innanhússarkitekt segir að það sé ekki í lagi að stílistar kalli sig innanhússhönnuði.

Innanhússarkitektinn Rut Káradóttir mætti til Höllu Báru Gestsdóttur í hlaðvarpsþátt Home and Delicius á dögunum. Rut hefur sterkar skoðanir á heimilum fólks og hvað þurfi að vera í lagi svo heimili virki. 

„Þriðji hlaðvarpsþátturinn er kominn í loftið. Þar spjalla ég við Rut Káradóttur innanhússarkitekt og óhætt að segja að margt komi við sögu. Þátturinn er ansi ítarlegur og nokkuð langur en við ákváðum að hafa hann í einu lagi í stað þess að skipta honum í tvo hluta. Það er um að gera að hlaða honum öllum niður en þannig má hlusta á hann að vild og skipta honum niður ef vilji er til. Vonandi hafið þið gaman af,“ segir Halla Bára en HÉR er hægt að hlusta. 

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Rut Káradóttir hannaði þetta heimili.
Rut Káradóttir hannaði þetta heimili. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is