Ein fjölskylduvænasta íbúð landsins

Ljósmyndir/Fasteignaljósmyndun.is

Við Bugðulæk í Reykjavík stendur litrík og barnvæn 163 fm hæð sem stendur í húsi sem byggt var 1959. Hæðin er sérlega barnvæn og falleg og fá glaðir litir að njóta sín. Í stofunni er fjólublár litur í forgrunni og passar hann vel við bláan flauelssófa, glerborð og kristalsljósakrónu. 

Þegar inn í eldhús er komið tekur hvíti liturinn völdin með hvítri sprautulakkaðri innréttingu, hvítum veggjum og ljósri kvarts-borðplötu. Það sem er skemmtilegt við eldhúsið er stóri bekkurinn sem þjappar fjölskyldunni saman við matarborðið. 

Það sem vekur athygli er hvað íbúðin er fjölskylduvæn og vel skipulögð. Í íbúðinni eru fjögur svefnherbergi, tvær stofur og tvö baðherbergi. Það er akkúrat það sem stór fjölskylda þarf. 

Af fasteignavef mbl.is: Bugðulækur 17

mbl.is