Einstakur gullmoli við Tjarnargötu

Við Tjarnargötu í Reykjavík hafa María Worms myndlistarmaður og Arnar Þór Þórisson pródúsent búð sér og börnum sínum þremur fallegt heimili. Nú hyggjast þau flytja og er íbúðin því komin á sölu. 

Íbúðin er 91,5 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 1926. Húsið iðar af sjarma og fegurð og þannig er það líka þegar inn í íbúðina sjálfa er komið. 

Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með ljósum marmaraborðplötum. Eldhúsið er vel skipulagt og fallegt. Gamalt eldhúsborð stendur úti á miðju gólfi en við vegginn eru String-hillur sem gera eldhúsið enn þá skemmtilegra. 

Eldhús og stofa eru stúkuð af með glerhurð og sést vel á heimilinu að það er ekki bara heimili tveggja fullorðinna einstaklinga heldur er pláss fyrir alla fjölskylduna. 

Af fasteignavef mbl.is: Tjarnargata 47

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál