Rýmisgreind yfir meðallagi við Tjarnarból

Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson

Við Tjarnarból á Seltjarnarnesi hefur fólk búið sér fallegt heimili. Eldhús og stofa eru aðskilin með veggstubb sem rúmar sjónvarpstæki. Íbúðin sjálf er 80.2 fm að stærð og stendur í blokk sem byggð var 1971.

Eldhúsið er með hvítri og gulri innréttingu sem er mjög hressandi. Í borðkróknum eru tvær ljósaperur í gulri rafmagnssnúru sem setur svip á rýmið. 

Inni í stofu er risastórt Íslandskort sem kemur að góðum notum þegar fólk skipuleggur ferðasumarið 2020. Í stofunni mætast rústrauður stóll og sægrænn sófi ásamt tekkstól með gráum pullum. 

Uppröðun á skemmtileg og greinilegt að fólkið sem þarna býr hefur hæfileika á innanhússsviðinu og með rýmisgreind yfir meðallagi. 

Af fasteignavef mbl.is: Tjarnarból 2

Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
mbl.is