Ákvað að taka áhættu, vera sjálfstæð og brosa framan í heiminn

Helga Birgisdóttir listakona á verkstæðinu sínu heima.
Helga Birgisdóttir listakona á verkstæðinu sínu heima. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helga Birgisdóttir listakona og NLP-meðferðar- og markþjálfi er að lifa drauminn. Kaflaskipti urðu í lífi hennar þegar hún ákvað að breyta til og vinna að heiman. Þá hafði hún unnið í nokkra áratugi innan heilbrigðsgeirans. Saga hennar er saga sjálfstæðrar konu sem hefur lært að setja sig í fyrsta sætið.

Helga Birgisdóttir, oft kölluð Gegga, starfaði í ein 36 ár á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Sjálf hefur hún þurft að endurhanna líf sitt eftir áfall sem hún varð fyrir og hefur sú lífreynsla að mörgu leyti skapað það líf sem hún lifir í dag. Það er auðséð þegar maður hittir Helgu að hér er sjálfstæð og margbrotin kona á ferð, sem sinnir eigin rekstri, sífellt leitandi og að bæta sig á öllum áhugasviðum.

„Ég átti mér lengi draum um að búa í gömlu húsi með sál. Sá draumur rættist um síðustu aldamót er ég og sambýlismaður minn skildum. Ég hafði ekki leitað lengi er ég fann draumahúsið og um leið og ég steig með stórutána inn fyrir dyrnar vissi ég að hér vildi ég eiga heima. Líkt og andi hússins opnaði armana og byði mig velkomna. Húsið er yfir 120 ára gamalt og á stríðsárunum var það flutt úr Skerjafirði inn í Skipasund þar sem það stendur á stórri lóð. Húsið er tvær hæðir og ris og á ég miðhæðina ásamt stórum hluta kjallarans. Á lóðinni er líka annar draumur minn sem er bjart og fallegt listagalleri. Mín litla paradís á jörðu.“

heimilið skreytir Helga með listaverkum eftir sig.
heimilið skreytir Helga með listaverkum eftir sig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eldhúsið vinsælasti staðurinn í húsinu

Helga segir eldhúsið vinsælasta staðinn í húsinu.

„Í eldhúsinu er góður andi sem opnar á umræðu um ýmis hjartans mál.

Þar vilja því gestir helst sitja og spjalla þótt stofan sé kósí. Ég er með ágætis skrifstofuherbergi en enda alltaf í eldhúsinu þar sem ég sit stóran hluta af deginum með tölvuna mína á fallega borðdúknum frá ömmu. Ég horfi þar yfir veröndina á galleríið mitt, stutt er í ísskápinn og kaffið, eins á salernið sem er út frá eldhúsinu. Þannig voru mörg húsanna hönnuð í gamla daga.“

Helgu leiðist aldrei en hún upplifði kulnun fyrir tveimur árum.

„Ég er með marga bolta á lofti, en æfi mig þó í að slaka á þar sem ég er að ná mér úr kulnun sem ég lenti í fyrir tveimur árum.

Ég er að ljúka brautargengisnámi hjá Nýsköpunarmiðstöð, sem hefur verið bæði fróðlegt og hvetjandi. Auk starfa minna sem listakona og NLP-meðferðar- og markþjálfi kenni ég einnig magnaða aðferð gegn streitu sem kallast „The Work“ og er eftir bandaríska rithöfundinn Byron Katie. Ég er hrikalega forvitin og fróðleiksfús og því stöðugt að bæta við mig þekkingu um meðferðarform. Ég er svo heppin að hafa ástríðuverkefni sem heitir SMILER og er að endurútgefa bókina Smiler getur öllu breytt, bæði á íslensku og ensku. Ég skrifaði reynslusögu mína af kulnun í nýútgefna bók sem ber nafnið 10 Traits of Highly Resilient People og er eftir dr. Andreu Pennington. Ég fór líka nýlega á námskeið hjá Stílvopninu og uppgötvaði þar leyndan hæfileika til að skrifa skrítnar skáldsögur, sem kom mér skemmtilega á óvart.“

Smiler er frumkvöðlaverkefni Helgu.
Smiler er frumkvöðlaverkefni Helgu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helga segist þrífast á fegurð. Að hafa fallegt í kringum sig sé sér nauðsynlegt til að halda í góða skapið.

„Ég hef lagfært eignina mína í rólegheitunum. Fimm árum eftir að ég flutti inn opnaði ég á milli hæða, en áður var ekki innangengt í kjallarann. Ég braut niður veggi og málaði. Garðurinn var ansi druslulegur og elskulegur þáverandi kærasti hjálpaði mér að byggja góðan pall. Húsið var upphaflega viðarlitað en fyrir tveimur árum var það málað svart með sólgulri hurð. Ég kalla húsið „Black Heaven“. Mér er sagt að eitt sinn hafi þetta hús verið það ljótasta í götunni en síðan var það stækkað og klætt að utan.“

Á heimili Helgu er mikið af listmunum, flestir eftir hana sjálfa. Bæði leirmunir og málverk.

„Sófaborðið er hluti af útskriftarverki mínu úr Listháskólanum. Það verk hét Manneldi og samanstóð af skúlptúrum og hafði ekkert með húsgögn að gera þá.“

Hrifin af notuðum hlutum

Helga lýsir stílnum sínum sem bæði gamaldags og einnig persónulegum.

„Ég hrífst af notuðum hlutum og sérstæðum listmunum. Kósíheit, kertaljós og hlýir litir eru málið. Ég kaupi sjaldan nýtt og er enn með um 30 ára gamalt sófasett og rispað eldhúsborð frá systur minni sem ég klæði með fallega dúknum frá ömmu. Ég hef fremur litla þörf fyrir að breyta innanstokks en get þó lagt mikið á mig ef ég fell fyrir fallegum munum á erlendum antíkmörkuðum og borið þá fleiri kíló í fanginu heim.“

Aðspurð hvort hún sé í draumahúsinu segir Helga það tvímælalaust.

„Ég setti út í veröldina draum um fallegt heimili með bjartri vinnustofu og draumurinn rættist. En ég er alveg opin fyrir einhverju enn flottara ef það býðst. Toppurinn á draumnum eru dyrnar úr vinnustofunni út á veröndina. Á sumrin set ég því trönurnar út og sletti á striga á meðan ég svolgra kaldan svaladrykk í sólinni.“

Helga segir hefðbundinn dag byrja þannig að hún kveiki á kertum, allan ársins hring.

„Það er nokkurs konar tákn um að heimili mitt er heilagt musteri og þar vil ég að gleði, heiðarleiki og friður ríki. Persónulegur stíll hefur gildi fyrir mig og fallegir og sérstæðir listmunir. Snyrtimennska skapar ró og jafnvægi í sálartetrinu. Ég hef kaffi í boði fyrir gesti og kruðerí með því sem er oftast dökkt súkkulaði. Ég vil að gestum líði vel og finni sig velkomna. Innilegt sálarspjall við eldhúsborðið er toppurinn á félagslífi mínu.“

Ákvað að vilja frekar eiga en leigja

Áttu ráð fyrir yngra fólk sem langar að fjárfesta í eign?

„Ég mæli með fyrir alla að skoða hverjar langanir og þarfir þeirra eru og hlusta vel á svörin sín. Það hafa ekki allir sömu gildin. Hvaða möguleikar eru í boði? Á sínum tíma sá ég að ef ég setti stórar upphæðir í leigu gæti ég ef til vill aldrei fjárfest í heimili og því öryggi og frelsi sem ég tengdi því. Ég mæli með að fólk skoði hvort það geti sleppt því að vera á bíl, að endurnýja tölvur og síma og margt af því sem nútíminn býður upp á. Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð voru hvorki farsímar né tölvur í boði, engar netverslanir, sjaldan ferðast utan og kostnaður við að reka sig á margan hátt minni.“

Helga rekur frumkvöðulshugmynd sína til bankahrunsins á Íslandi árið 2008, en þá var hún stödd á námskeiði hjá Neale Donald Walsch, höfundi metsölubókanna Conversations With God.

„Þar heyrði ég fyrst hugmyndir búddamunksins Thich Nhat Hanh um að ef við brosum fimm sinnum á dag, án tilefnis, þá breytist líf okkar á 90 dögum. Ég ákvað þá að framkvæma hugmynd sem ég hafði sett ofan í skúffu. Hugmyndina um Smiler, hljóðfæri gleðinnar, og sá brosfræjum í íslenskt landslag. Smiler er hálsmen með mikið notagildi. Hann minnir á að við erum okkar eigin skaparar með hugsunum, orðum og athöfnum og er þannig séð andlegur gripur ótengdur trúarbrögðum. Hann framkallar líka bros þegar við stingum honum á milli munnvikanna. Fjöldi rannsókna sýnir að jafnvel þykjustubros hristir upp í vellíðunarhormónum og þar með ónæmiskerfinu.

Þetta er auðveld leið til að bæta heilsu og hamingju og ekki veitir af nú um þessar mundir.

Ég held námskeið og fyrirlestra um hugmyndafræði Smiler og er að endurútgefa bókina „Smiler getur öllu breytt“ á íslensku og ensku.

Ef ég gæti veifað töfrasprota myndi ég óska þess að í skólakerfinu yrði skapað rými fyrir spurningar og umræður um okkur sem andlegar verur, óháð trúarbrögðum. Reynsla mín af starfi mínu á bráðageðsviði sýndi mér að mikil þörf er á slíkri umræðu. Þeirri þörf er illa mætt hvert sem litið er í samfélaginu. Þarna liggur oft orsök vanlíðunar og sjálfshaturs. Okkur hefur verið kennt að Guð, eða hvað sem við viljum kalla sköpunarkraft lífsins, sé almáttugur og elski skilyrðislaust – en samt fer allt í steik og hann virðist dæma okkur ef við högum okkur ekki rétt. Væri ekki viturlegt að spyrja hver þessi Guð er, og hver við erum í tengslum við hann? Að efla kærleika og sjálfsást myndi byggja upp betra samfélag með heilbrigðara fólki. Spurningar og umræður tel ég mikilvægari en svörin – enda enginn sem veit þau með vissu.“

Helga hefur gaman að því að gera fallegt í kringum …
Helga hefur gaman að því að gera fallegt í kringum sig. mbl.is/Kristinn Magnússon
Listaverk eftir Helgu sem táknar leg konunnar. Þegar horft er …
Listaverk eftir Helgu sem táknar leg konunnar. Þegar horft er ofan í verkið sést það sem minnir á tær á barni. mbl.isKristinn Magnússon
Helga gerði þessa mósaík spegla sjálf. Náttborðin setur hún saman …
Helga gerði þessa mósaík spegla sjálf. Náttborðin setur hún saman og þannig mynda þau skenk. Listaverkin eru öll eftir Helgu. Kristinn Magnússon
Sófaborðið er hluti af útskriftarverki Helgu úr Listháskólanum. Það verk …
Sófaborðið er hluti af útskriftarverki Helgu úr Listháskólanum. Það verk hét Manneldi og samanstóð af skúlptúrum. Kristinn Magnússon
Listaverk heima hjá Helgu.
Listaverk heima hjá Helgu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Skrifstofan hjá Helgu er björt og skreytt fallegum litum.
Skrifstofan hjá Helgu er björt og skreytt fallegum litum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Á vinnustofu helgu er vanalega mikið um að vera.
Á vinnustofu helgu er vanalega mikið um að vera. mbl.is/Kristinn Magnússon
Helga lýsir vinnustofunni sinni sem himnaríki á jörðu.
Helga lýsir vinnustofunni sinni sem himnaríki á jörðu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Aldur er afstæður!
Aldur er afstæður! mbl.is/Kristinn Magnússon
Helga á vinnustofunni sinni heima.
Helga á vinnustofunni sinni heima. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál