Fékk ekki sumarvinnu og breytti heimilinu í keramíkverkstæði

Hulda Katrína undirbýr sig fyrir sýninguna Lyst á breytingum sem …
Hulda Katrína undirbýr sig fyrir sýninguna Lyst á breytingum sem verður að Hafnartorgi á miðvikudaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hulda Katarína Sveinsdóttir býður landsmönnum sem áhuga hafa á keramik að koma að sjá sýningu nemenda við keramikbraut Myndlistaskólans í Reykjavík, Lyst á breytingum, sem verður að Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur á miðvikudaginn 24. júní og er sýningin hluti af HönnunarMars. 

Það er áhugavert að skoða inn í veröld ungrar listakonu sem býr steinsnar frá sýningarstað. Á heimili hennar sem allt er hvítmálað, virðist enginn staður of heilagur fyrir listgerðina. Steypustöðin er sem dæmi í svefnherberginu hjá unga parinu. En Hulda Katarína býr með kærastanum sínum, Hjálmari Kakali Baldurssyni að Grettisgötu. Þau láta sér fátt um finnast þó keramik sé víða um heimilið. Enda mikil eftirspurn eftir fallegum hlutum í dag sem hugsun er lögð í. 

Það minnkar ekki fegurðina í miðborginni að hafa steypistöð í …
Það minnkar ekki fegurðina í miðborginni að hafa steypistöð í svefnherberginu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er ýmislegt í gangi heima. Þar vinn ég keramik skeljarnar mínar. Hræri postulínsmassa og bý til skálar og hef varla undan eftirspurn. Ég er með biðlista sem ég ætla að reyna að vinna niður í þessum mánuði og þeim næsta. Fólk virðist mjög áhugasamt um postulín þessa daganna.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hversvegna ákvaðstu að gera postulín heima og af hverju er svona mikið að gera?

„Þar sem ég fékk ekki sumarvinnuna sem mér var lofað er yfirskriftin mín fyrir sumarið því: Neyðin kennir naktri konu að spinna. Ég nota Instagram til að sýna vörurnar mínar og það gengur bara svona heppilega vel. 

Ég finn að fólk er mjög til í að kaupa nytjahluti og aðra muni sem eru ekki fjöldaframleiddir. Það sem er handgert og á sér sögu. Ég er byrjuð að hanna litla línu fyrir verkstæði, sem ég mun kynna betur í haust.“

Keramik er vinsælt um þessar mundir.
Keramik er vinsælt um þessar mundir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það er mikið um að vera í svefnherberginu um þessar …
Það er mikið um að vera í svefnherberginu um þessar mundir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Vörunum er fallega innpakkað fyrir kaupendur.
Vörunum er fallega innpakkað fyrir kaupendur. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það er fallegt um að lítast heima hjá unga parinu …
Það er fallegt um að lítast heima hjá unga parinu í miðborginni. mbl.is/Kristinn Magnússon


Hvað getur þú sagt mér um sýninguna á miðvikudag?  

„Lyst á breytingum er unnin út frá þema sýningarinnar sem er tilraun okkar til að finna leiðir til að sporna gegn matarsóun og auka virðingu neytenda fyrir hráefnum, auðvelda nýtingu þeirra og varðveislu, auk þess að dýpka upplifun af neyslu fæðunnar.  

Verkefnið mitt snýst um að vekja neytendur til umhugsunar um umhverfið og þá aðallega hafið. Rannsóknavinna mín á sambandi mannsins við hafið leiddi af sér hugmyndir um hvernig hægt væri að búa til vöru sem einblínir á matarmenningu sjávarafurða sem tengir neytendur við bæði matinn og umhverfið. Markmiðið var að þróa nytjahlut sem vísar í lífrænt form skelfisks. Útkoman samanstendur af tveimur postulíns skálum.“

Pakningin er smart og öll umgerð falleg.
Pakningin er smart og öll umgerð falleg. mbl.is/Kristinn Magnússon
Saumavél á gólfinu og gifs víða um svefnherbergið.
Saumavél á gólfinu og gifs víða um svefnherbergið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þeir nemendur sem taka þátt í sýningunni unnu verkin í áfanganum Hönnun og framleiðsla á keramik braut Myndlistaskólans í Reykjavík. Nemendur þróuðu vörur út frá þema verkefnisins; sem var eins og fyrr segir sjálfbærni, umhverfið og framleiðsla, gerðu frummót og steypumót úr gifsi og helltu í þau fljótandi postulínsmassa. Frágangur, glerjun og brennsla var einnig hluti af framleiðsluferlinu.

Nemendur leituðu víða fanga í rannsókna- og hugmyndavinnu og fóru fjölbreyttar leiðir við að tengja nálgun sína við mat, matarhefðir og sjálfbærni. Á meðal þess sem þeir beindu sjónum að var krydd, kjöt, fiskur, skyr, hunang, jurtir og ís. Til urðu vörur úr postulíni sem henta til matreiðslu, varðveislu og framreiðslu á matvælum. Hneita, Innvols, Tilraunate, Varðveitt og Sjávarfatið eru dæmi um heiti á þeim vörum sem nemendur hönnuðu og framleiddu.

Þátttakendur sýningarinnar eru auk Huldu Katrínu: Aldís Yngvadóttir, Antonía Bergþórsdóttir, Árni Valur Axfjörð, Brynja Davíðsdóttir, Haraldur Björn Sverrisson, Isabel Anne Fisk Baruque, Marie Klith Harðardóttir, Melkorka Matthíasdóttir, Steinunn Bjarnadóttir, Svanbjörg Helena Jónsdóttir og Valdís Ólafsdóttir. Keramikbrautin býður upp á tveggja ára diplómanám og er áhersla lögð á að nemandinn kynnist öllum helstu aðferðum og tækni við leirvinnu, bæði gömlum og nýjum. Rík áhersla er lögð á hugmyndavinnu í tengslum við alla verklega vinnu. Fræðilegt nám á brautinni miðar að því að dýpka fagþekkingu nemandans, auka víðsýni hans og getu til að setja verk sín í samhengi við samfélagið og listheiminn og efla kjark til frekari rannsókna og tilrauna með miðilinn.  

Þeir nemendur sem taka þátt í sýningunni unnu verkin í …
Þeir nemendur sem taka þátt í sýningunni unnu verkin í áfanganum Hönnun og framleiðsla á keramik braut Myndlistaskólans í Reykjavík.
Nemendur leituðu víða fanga í rannsókna- og hugmyndavinnu og fóru …
Nemendur leituðu víða fanga í rannsókna- og hugmyndavinnu og fóru fjölbreyttar leiðir við að tengja nálgun sína við mat, matarhefðir og sjálfbærni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál