Guðni Gunnarsson selur útsýnisíbúðina

Guðni Gunnarsson og eiginkona hans, Guðlaug Pétursdóttir, hafa sett sína fallegu íbúð í Garðabænum á sölu. 

Íbúðin er sérstök að mörgu leiti. Úr íbúðinni er afar fallegt útsýni út á sjó en þar er líka hátt til lofts og vítt til veggja. Íbúðin stendur í húsi sem byggt var 2007 og er 130 fm að stærð. 

Eldhús, stofa og borðstofa renna saman í eitt. Í eldhúsinu er vönduð eikar-innrétting en þar er hugleiðslustaður Guðna. Hann sagði frá því á dögunum þegar hann var gestur Heimilislífs hér á Smartlandi að hann liti á uppvaskið sem hugleiðslu.

Arkitekt hússins er Björn H. Jóhannesson arkitekt F.A.Í.

Af fasteignavef mbl.is: Langalína 12

mbl.is