Svona líta nýju skrifstofur CCP út

Nýjar höfuðstöðvar CCP í Grósku vekja athygli fyrir áhugaverða hönnun og smekklegheit. Andrúm og David Pitt hönnuðu skrifstofurými CCP sem er afar sjarmerandi.  

CCP tók virkan þátt í hönnunarferlinu með það til hliðsjónar að búa til opið og skapandi vinnurými þar sem starfsfólki liði vel. Sérstakar prótýpur af fundarherbergjum og vinnuaðstöðunni voru settar upp á fyrri starfsstað fyrirtækisins úti á Granda til að sjá hvers konar hönnun og skipulag virkaði best í nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins.

Rými CCP í Grósku er víðast hvar bjart þótt ýmis skúmaskot, eins og sérhannað mynd- og hljóðvinnslustúdíó, bjóði upp á skjól frá sólinni. Út frá matsalnum er gengið út á svalir þar sem hægt er að njóta hádegismatarins á góðviðrisdögum. Segja má að þó nokkur framtíðarandi sé yfir þessum nýju höfuðstöðvum fyrirtækisins í Vatnsmýri og til að mynda heita öll fundarherbergi, sem eru stór og smá á víð og dreif um hæðina, eftir geimskipum í leik fyrirtækisins EVE Online.

Þótt hæð CCP í Grósku sé nánast fullbúin er enn verið að klára frágang á öðrum hæðum í húsinu. Ráðgert er að fleiri fyrirtæki á sviði nýsköpunar og tækni muni eiga heimili í Grósku áður en langt um líður.

Starfsfólk CCP er margt hvert enn að koma sér fyrir á nýjum höfuðstöðvum. Fyrirtækið hefur fylgt takmörkunum sóttvarnalæknis í COVID-19-faraldrinum og margir starfsmenn sem kjósa að vinna áfram heima. Fyrirtækið hefur auk þess tekið þá stefnu að gæta fyllstu varúðar varðandi tilslakanir í sóttvörnum og takmarka hámarksfjölda starfsfólks í húsinu hverju sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál