Sóttu innblástur í Miami 9. áratugarins

Barinn er miðpunktur athyglinnar.
Barinn er miðpunktur athyglinnar. Ljósmynd/Aðsend

Barinn Miami á Hverfisgötu var opnaður á menningarnótt 2018. Staðurinn hefur getið sér gott orð síðan þá en hönnun staðarins var í höndum Daðla Studio.

„Við vildum koma með eitthvað allt öðru vísi en maður er vanur að sjá hérna í Reykjavík og myndi ég segja að hafi tekist það heldur betur. Hugmyndin er sú að þú getir stigið út úr hversdagsleikanum og tekið þér smá frí frá Reykjavík. Hitt á góða og gamla vini og jafnvel eignast einhverja nýja,“ segir Fannar Alexander Arason, sem rekur Miami Bar. 

Hönnun staðarins hefur vakið nokkra athygli en hönnuðirnir sóttu innblástur í Miamiborg í Bandaríkjunum. „Menningin, hreyfingar, andrúmsloftið og fjölmiðlar mótuðu borgina á sama tíma, en við vildum líka að Miami Bar endurspeglaði nútímalist borgarinnar eins og við þekkjum hana í dag.“

Útkoman er skemmtileg blanda af hinu gamla og hinu nýja. 

Staðurinn er hannaður af Döðlur Studio.
Staðurinn er hannaður af Döðlur Studio. Ljósmynd/Aðsend
Andrúmsloft 9. áratugarins í Miami-borg var innblásturinn.
Andrúmsloft 9. áratugarins í Miami-borg var innblásturinn. Ljósmynd/AðsendHvert sæti besta sætið í húsinu

Næstum því hver einasti hlutur á barnum er hannaður og gerður af Döðlum Studio og var lagt upp með að hvert einasta sæti í húsinu væri besta sætið í húsinu. Barinn er miðpunktur athyglinnar á staðnum en yfir honum trónir Miami-sólsetur. 

Nokkra skemmtilega muni frá 9. áratugnum má finna á staðnum; Tahiti-lampann frá Ettore Stottass, „Ekstrem Lounge chair“ frá Terja Ekström og Höfuð Apollós eftir André Cazanave.

Sem fyrr segir var markmiðið að skapa stað þar sem fólk gæti tekið sér smá frí frá Reykjavík. „Upplifunin ætti að vera sambærileg því að koma inn á nýuppgert lúxushótel í Flórída á 9. áratugnum. Þetta var einu sinni aðalstaðurinn, en með tímanum datt það úr tísku. Eftir framkvæmdir og endurbætur varð það einstakt en klassískt. Það reynir að vera jafn svalt og það var fyrir 30 árum og verða jafn svalt eftir 30 ár.“

Hvert sæti í húsinu er besta sætið.
Hvert sæti í húsinu er besta sætið. Ljósmynd/Aðsend
Fyrir ofan barinn er sólsetur Miami.
Fyrir ofan barinn er sólsetur Miami. Ljósmynd/Aðsend
Borðtennissalur er á staðnum.
Borðtennissalur er á staðnum. Ljósmynd/Aðsend
Einstök hönnun.
Einstök hönnun. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is