Dýrasta bréfaklemma veraldar?

Tiffany & Co býður upp á allskonar skartgripi og hluti …
Tiffany & Co býður upp á allskonar skartgripi og hluti sem eru fallegir fyrir heimilið.

Þeir sem sakna þess að heimsækja Bandaríkin og skoða í verslanir á borð við Tiffany & Co geta glaðst yfir því að ennþá er hægt að sjá vörurnar fallegu á netinu. 

Það sem vekur áhuga í vöruúrvali hjá fyrirtækinu um þessar mundir er forkunnarfögur bréfaklemma sem kostar hvorki meira né minna en 200.000 kr. 

Bréfaklemman er úr 18 karata gulli og mun án efa fara vel á samningum sem vert er að geyma og ekki gleyma. 

Sjón er sögu ríkari. 

Bréfaklemma úr 18 karata gulli.
Bréfaklemma úr 18 karata gulli.
mbl.is