Leyndardómurinn að góðu sumri

Það þarf ekki að leita langt yfir skammt til að …
Það þarf ekki að leita langt yfir skammt til að hafa það notalegt í sumar. Ljósmynd/Colourbox

Á tímum farsóttarinnar leitar fólk um víða veröld að leiðum til að njóta dagsins heima eða úti í garði. Stundum þarf bara að setja upp tjald með gardínum, stóla, borð og hengirúm til að gera garðinn ævintýralegan. 

Eftirfarandi er gott að hafa í huga þegar búa á til hreiður úti í garði í sumar:

  • Settu athyglina á einn lítinn blett í staðinn fyrir að gera áætlun um að gera of mikið á skömmum tíma. 
  • Farðu í geymsluna og finndu gamlar gardínur, stóla og borð sem þú hefur ekki notað lengi. Körfur, falleg efni, teppi og pottar. Bækur og fleira búa til stemningu sem fá þig til að vera lengur úti í garði. 
  • Leyfðu þér að fjárfesta í blómum í garðinn. Settu einnig fullt af blómum og tré inn til þín. Það færir garðinn alla leið inn. 
  • Opnaðu glugga og svalir upp á gátt í sumar og sjáðu hvort þú getir ekki fengið fallega veðrið meira inn. 
  • Finndu góðan hatt og skreyttu hann með borða. Klæddu þig í þægileg föt sem gott er að sitja í eða skottast í garðinn að rækta ef því er að skipta. 
  • Finndu leiðir til að vera með vatn, gosbrunn eða jafnvel skál með gullfiski í úti í garði. 
  • Finndu þér góðar bækur sem þú hefur aldrei haft tíma til að lesa. Að undirbúa ferðalög og að fara á milli staða hefur tekið mikinn tíma. Hver veit nema að sumarfríið þitt á þessu ári verði það besta hingað til!
View this post on Instagram

Hangout Spot ☕️

A post shared by Dream casa (@dream_casa) on Jun 24, 2020 at 8:00am PDT

View this post on Instagram

@mybloomist - love this.

A post shared by Dream casa (@dream_casa) on May 27, 2020 at 9:08pm PDTmbl.is