Svalir til suðurs á Skólavörðuholtinu

Einstaklega björt og falleg íbúð á Skólavörðuholtinu með svölum til …
Einstaklega björt og falleg íbúð á Skólavörðuholtinu með svölum til suðurs. Ljósmynd/Aðsend

Á Skólavörðustígnum er einstaklega björt og falleg íbúð. Íbúðin er mikið uppgerð og er hún fullkomin fyrir þá sem vilja búa í miðbænum en á sama tíma eiga einstaklega stílhreint og fallegt heimili. 

Eldhúsinnréttingin er mjög nýleg og á borðunum er granítsteinn. Baðherbergið var sömuleiðis allt endurnýjað og þar má finna flísalagða sturtu. Íbúðin er alls 79,5 fermetrar og í henni eru tvö svefnherbergi. 

Íbúðinni fylgir bílastæði í lokaðri bílageymslu á jarðhæð svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af bílastæðamálum.

Í íbúðinni er að finna skjólsælar svalir til suðurs með stórgóðu útsýni yfir Reykjanesið og borgina. Ef þig dreymir um að geta hangið úti á svölum í sumar er þetta hin fullkomna íbúð fyrir þig. 

Af fasteignavef mbl.is: Skólavörðustígur 16a

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is