Að klæða sig upp á fyrir garðverkin

Bergþóra mælir með fallegum ullarslám í garðinn í sumar.
Bergþóra mælir með fallegum ullarslám í garðinn í sumar. mbl.is / Ragnar Axelsson

Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og annar eigandi hönnunarfyrirtækisins Farmers Market - Iceland, mælir með fallegum ullarslám í sumar. 

Með hvaða fatnaði mælir þú í garðinum eða útilegu?

„Ég mæli með fallegum ullarslám og teppum sem hægt er að vefja um sig eða sitja á. Við hjónin borðum gjarnan í garðinum á góðum dögum með fjölskyldu og vinum og þá er gott að eiga nóg af ponsjóum og teppum þegar maður situr fram eftir í íslensku sumarnóttinni. Í þessu Covid-ástandi hef ég reynt að tileinka mér að dressa mig aðeins upp á hverjum degi, jafnvel þó að maður sé bara í garðverkum, það verður allt svo miklu skemmtilegra þegar maður er fallega klæddur.“

Er eitthvert eitt efni betra en annað?

„Ullin er frábær, m.a. fyrir þær sakir að hún heldur hita þó að hún blotni, sem t.d. bómull gerir ekki. Það er til að mynda lífsnauðsynlegt að eiga góða ullarsokka því kaldir fætur geta skemmt annars frábæran dag.“

Bergþóra mælir með fallegum ullarslám í sumar.
Bergþóra mælir með fallegum ullarslám í sumar. mbl.is/Farmers Market

Hvað ætlarðu að gera sjálf í sumar?

„Ég hlakka mikið til sumarsins og stefni á að njóta þess að vera úti í náttúrunni og þess sem ferðaþjónustan okkar hefur upp á að bjóða. Það er svo margt spennandi í boði um allt land sem ég hef aldrei prófað sjálf og kannski bara heyrt af hjá erlendum ferðamönnum. Ég er líka viss um að við Íslendingar verðum svo miklu skemmtilegri gestgjafar eftir þetta sumar, þegar við sjálf erum kannski búin að ferðast meira innanlands en venjulega.“

Skiptir garðurinn miklu máli?

„Já, manni líður svo vel eftir góðan dag í garðinum og svo fyllist maður enn meira þakklæti ef sólin lætur sjá sig.“

Það getur verið gaman að halda í stílinn úti á …
Það getur verið gaman að halda í stílinn úti á kvöldin. mbl.is/Farmers Market
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »