Kökuturnar vinsælir í brúðkaupið

Það eru fjölmargir að velja kökur í brúðkaupið um þessar …
Það eru fjölmargir að velja kökur í brúðkaupið um þessar mundir.

Lára Colatrella, stofnandi Baunarinnar, segir vegan kökuturna vinsæla um þessar mundir. 

Lára er einstaklega listræn þegar kemur að því að gera kökur og segir fátt skemmtilegra en að þróa eitthvað nýtt í þeim efnum.

Tíminn sem hún fær til þess núna er talsverður enda mikið verið að færa til brúðkaup vegna farsóttarinnar að hennar sögn.

„Kökuturnarnir eru vinsælir um þessar mundir, þar sem ég býð upp á nýja fallega standa núna sem ég lána fólki undir kökurnar.“

Langar að kenna kökulistina áfram

Lára er að undirbúa kökunámskeið þar sem hún mun kenna listina á bak við vegan kökur og hvernig sé best að skreyta þær.

„Á námskeiðinu langar mig að kenna fólki grundvallaratriðin en svo munu allir fá að taka fallega köku með heim.“

Viðskiptin á bak við Baunina ganga vel og eru verkefnin alltaf að verða stærri og fleiri að sögn Láru.

„Það er hægt að nálgast kökurnar mínar í gegnum netið, þá á heimasíðunni og Facebook-síðunni okkar. Eins er hægt að kaupa kökusneiðar hjá Systrasamlaginu, The Coocoo's Nest og Luna Flórens daglega.

Bráðlega verður eins hægt að nálgast vegan kökur frá Bauninni í Vegan búðinni í Skeifunni.“

Kökuturn, með bollakökum í allskonar litum og fallegri köku á …
Kökuturn, með bollakökum í allskonar litum og fallegri köku á toppnum.

Vil tóna litina á kökunum niður

Hvaða litir heilla þig mest þegar kemur að kökum?

„Ég kann vel við að blanda ólíkum litum saman sem verða að náttúrulegum tónum. Ég reyni að tóna litina á kökunum niður og elska að gera dökkan lit á kökurnar líka.“

Áttu sögu af skemmtilegu kökuverkefni sem þú hefur farið í?

„Ég held mikið upp á samvinnuna við Hönnunarsafn Íslands, þar sem ég geri kökur í stíl við verkefnin hverju sinni. Ég hef gert kökur sem eru svo líkar listinni að erfitt er að greina á milli.

Fallegar blómakökur fyrir utan safnið 17. júní voru áhugavert verkefni og ég gæti lengi haldið áfram að ræða verkefnin sem koma á borðið til mín.“

Lára er fær í að gera girnilegar vegan kökur.
Lára er fær í að gera girnilegar vegan kökur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál