Kennir Bruce Willis um baðherbergið

Demi Moore
Demi Moore AFP

Demi Moore segir Bruce Willis fyrrverandi eiga heiðurinn að ósmekklegu baðherbergi hennar í Idaho. Baðherbergið vakti mikla athygli í netheimum fyrir að vera einstaklega gamaldags með hnausþykku brúnu teppi.

„Þetta var upphaflega val Bruce Willis. Ekki það að ég ætli að skella allri skuldinni á hann,“ sagði Demi Moore í sjónvarpsviðtali við Seth Meyers. Þá sagði hún að í Idaho væru veturnir mjög kaldir og því ákveðin rök fyrir að hafa teppi á gólfum. „Þetta truflar mig ekki neitt en ég kann að meta allan þann áhuga sem fólk sýnir mér og mínum skringilegheitum,“ segir Moore sem segist hafa hlegið mikið yfir athugasemdum fólks.

mbl.is