Vel skipulagðir 50 fm á Frakkastíg

Hvítlakkaðir efri skáparnir passa vel við dökka neðri skápa.
Hvítlakkaðir efri skáparnir passa vel við dökka neðri skápa. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun

Við Frakkastíg í miðborg Reykjavíkur er að finna einstaklega vel skipulagða litla íbúð. Íbúðin er skráð 58,8 fermetrar en þar af er 7,5 fermetra geymsla í kjallara. 

Íbúðin er vel staðsett í hjarta miðbæjarins og hin fullkomna íbúð fyrir fólk sem vill lifa og hrærast í ys og þys borgarinnar.

Í eldhúsinu er að finna gullfallega svarta innréttingu sem er framleidd af Voke3. Það er þó ekki alveg kolsvart því efri skáparnir eru lakkaðir hvítir sem gerir mikið fyrir rýmið. Borðplöturnar eru einnig ljósar. 

Í stofunni eru falleg Voal-gluggatjöld sem opna stofuna og láta hana líta út fyrir að vera mun stærri en hún er í raun er. Baðherbergið er bjart og hvítt með hvítum flísum og hvítri innréttingu. Eitt svefnherbergi er í íbúðinni með góðu skápaplássi en skáparnir eru einnig framleiddir af Voke3.

Þessi íbúð er hin fullkomna íbúð fyrir manneskju sem elskar miðborgina.

Af fasteignavef mbl.is: Frakkastígur 8

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
mbl.is