Tók íbúð í gegn á skemmtlegan hátt

Sófinn í stofunni er notalegur og litríkur.
Sófinn í stofunni er notalegur og litríkur. Skjóskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Gigi Hadid birti myndir úr uppgerðri íbúð sinni í New York-borg á Instagram á dögunum. Hadid greinir frá því að hún hafi nýverið gert íbúðina upp með hjálp skapandi fólks. Hún hefur þó lítið verið í íbúðinni eftir að framkvæmdirnar kláruðust vegna kórónuveirufaraldursins en er þó spennt fyrir að verja meiri tíma þar. 

Íbúðin er afar litrík þrátt fyrir að flestir veggir séu hvítir á lit. Í stað þess að mála veggina í lit notar hún húsgögn og listaverk til þess að gefa íbúðinni lit.

Ofurfyrirsætan Gigi Hadid á fallega íbúð.
Ofurfyrirsætan Gigi Hadid á fallega íbúð. AFP

Hadid er meðal annars með teppi á stiga hjá sér sem minnir einna helst á listaverk en þegar gengið er niður stigann blasir við stórt listaverk sem tónar vel við. 

Teppið á stiganum er ekki síðra en málverkið.
Teppið á stiganum er ekki síðra en málverkið. Skjóskot/Instagram

Við áberandi marmarann á baðherberginu er búið að veggfóðra með gömlum og litríkum forsíðum tímaritsins The New Yorker. 

Veggfóðrið er óvenjulegt.
Veggfóðrið er óvenjulegt. Skjóskot/Instagram
Marmari er á baðherberginu.
Marmari er á baðherberginu. Skjóskot/Instagram
Stór gulur penni setur svip á íbúðina.
Stór gulur penni setur svip á íbúðina. Skjóskot/Instagram
Skjóskot/Instagram
Skjóskot/Instagram
mbl.is