Dónalegt listaverk á svefnherbergisveggnum

Verkið eftir Tracey Emin.
Verkið eftir Tracey Emin. Skjáskot/Youtube

Á svefnherbergisveggnum hjá Kendall Jenner er ekki endilega hin hefðbundna list. Á veggnum er hún nefnilega með listaverk eftir listakonuna Tracey Emin og þykir það heldur dónalegt.

Verkið eru nokkrar mælingar og undir þeim stendur „Glad to hear you're a happy girl“ eða „Gott að heyra að þú sér ánægð stelpa“. Jenner útskýrði verkið: „Ég er nokkuð viss um að tölurnar séu mælingar á typpastærð fyrrverandi kærasta Tracey Emin og síðan eru skilaboðin fyrir neðan frá honum til nýju kærustunnar hans. Af því mér skilst að hann sé með mjög stórt typpi.“

Fjallað var um heimili Jenner í Los Angeles í tímaritinu Architectural Digest. Heimilið er einstaklega fallegt og heimilislegt. Það er hannað með frið og ró í huga og er athvarf fyrir Jenner. 

Að öðru leyti er svefnherbergið friðsamlegt.
Að öðru leyti er svefnherbergið friðsamlegt. Skjáskot/Youtube
Jenner er ekki með sjónvarp í stofunni.
Jenner er ekki með sjónvarp í stofunni. Skjáskot/Youtube
Barinn.
Barinn. Skjáskot/Youtube
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Guðleifur R Kristinsson: Haha