140 milljóna hús með torfþaki vekur athygli

Á jörðinni Hofi í Öræfum nálægt Hornafirði má finna einstakt einbýlishús sem vakið hefur athygli fyrir fallega hönnun og frumlegan arkitektúr. Um er að ræða 120 fm einbýlishús með sambyggðu 28 fm gestaherbergi og 10 fm geymslu. Alls eru fermetrarnir 180. 

Húsið er steypt í hólf og gólf en er með torfþaki þannig að það fellur mjög vel inn í umhverfið. 

„Gólfefni er íslenskt gabbró sem var flutt frá Breiðamerkursandi til Reykjavíkur, þar sem grjótið var unnið í flísar, alls 150 fermetrar á gólf og tæpir 100 fermetrar á verönd. Allar innréttingar í húsunum eru sérsmíðaðar úr þýskum hlyn (cycamore) og hvítir eldhússkápar og þvottahúsinnrétting. Öll tæki í eldhúsi, þvottahúsi og baðherbergjum eru af bestu gerð. Fyrir utan húsið er heitur pottur og jafnframt er húsið skreytt með steindum gluggum eftir Nínu Tryggvadóttur. Húsið stendur á 1,9 hektara eignarlóð og er þar mjög glæsilegt útsýni. Með glæsilegri húsum sem undirritaður hefur skoðað,“ segir í fasteignaauglýsingunni.

Af fasteignavef mbl.is: Klettasel Hofi Öræfum 

mbl.is