Guðni og Eliza selja einbýlishúsið á Seltjarnarnesi

Guðni Th. Jóhannesson forseti íslands og Eliza Reid.
Guðni Th. Jóhannesson forseti íslands og Eliza Reid. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid, eiginkona hans, hafa sett sitt heillandi einbýlishús á Seltjarnarnesi á sölu. 

Hjónin festu kaup á húsinu 2015 en ári síðar var hann kosinn forseti Íslands. Síðan þá hefur fjölskyldan búið á Bessastöðum. 

Einbýlishús hjónanna er 249 fm að stærð og var það byggt 1945. Húsið er á þremur hæðum og í kjallaranum er aukaíbúð. Húsið stendur á afgirtri 825 fm eignarlóð og nýlega var planið fyrir utan hellulagt. 

Eins og sjá má á myndunum býr húsið yfir miklum sjarma líkt og eigendur þess. Það er ekki hægt að kvarta undan glötuðum nágrönnum því sjálfur Arnaldur Indriðason metsöluhöfundur býr í næsta nágrenni og það gerir Ari Eldjárn grínisti líka ásamt fjölskyldu sinni. 

Af fasteignavef mbl.is: Tjarnarstígur 11

mbl.is