Hótel Valhöll selur 190 milljóna einbýli

Við Seljugerði 12 í 108 Reykjavík stendur glæsilegt 334 fm einbýli sem byggt var 1979. Í auglýsingu á fasteignavef mbl.is kemur reyndar fram að húsið sé í raun 510 fm því kjallari hússins sé ekki skráður í Þjóðskrá. 

Síðan 2013 hefur húsið verið skráð á Hótel Valhöll ehf. sem er í eigu Jóns Ó. Ragnarssonar athafnamanns. Jón er þekktur í íslensku viðskiptalífi og var fyrirferðarmikill á árum áður en í dag er hann 81 árs. Hann rak um tíma Hótel Valhöll, Hótel Örk í Hveragerði og kvikmyndahúsið Regnbogann svo eitthvað sé nefnt. 

Jón hefur búið lengi í húsinu við Seljugerði en um miðjan níunda áratuginn birtist viðtal við hann í HP. Blaðamaður heimsótti hann á íburðarmikið heimili hans og er húsinu lýst nokkuð nákvæmlega. 

Við Seljugerði í Reykjavík standa mörg mjög falleg hús en húsið á númer 12 hefur ýmislegt fram yfir önnur hús því í kjallaranum, sem er ekki skráður í fermetrum í Þjóðskrá, er sundlaug, sauna og búningsaðstaða. 

Inni á fasteignavef mbl.is kemur fram að marmari sé á gólfum í nokkrum rýmum og í eldhúsi sé glæsileg eikarinnrétting. 

Af fasteignavef mbl.is: Seljugerði 12

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál