Hvað keyptu hinir ríku í samkomubanni?

Vínskápar voru vinsælir í samkomubanni. Sala þessa skáps frá Pinch …
Vínskápar voru vinsælir í samkomubanni. Sala þessa skáps frá Pinch Studio þrefaldaðist á milli ára. Skjáskot

Þegar ekki var hægt að eyða peningum í ferðalög og aðrar skemmtanir fóru hinir ríku að beina sjónum að heimilinu í auknum mæli. Þetta kemur fram í úttekt fjölmiðilsins The Times þar sem rætt var við hönnuði og verslunareigendur. En hvað var ríka fólkið að kaupa í samkomubanni?

Heilsulindarupplifun og hlýir litir

Svo virðist sem kasmírteppi og silkirúmföt hafi verið vinsæl auk alls þess helsta til þess að fá heilsulindarupplifun heima hjá sér eins og lúxushandklæða og margir létu setja hjá sér innbyggða ósýnilega körfu fyrir óhreina þvottapoka.

Þá létu margir innrétta heimilið í hlýrri litatón en áður. Nú víkur grái liturinn fyrir hlýrri brúntónalitum. Meira fór að bera á flaueli og leðri. Þá fór fólk einnig að leika sér með ólík mynstur og sterka liti að sögn innanhússhönnuða.

Handmálaðir veggir

De Gournay, stofa sem sérhæfir sig í handmáluðum veggmyndum, fékk metfjölda fyrirspurna í mars. Samkomubannið hafi haft jákvæð áhrif á sköpunargirni skjólstæðinganna á sama tíma og losnað hafi um pyngju þeirra.

View this post on Instagram

At the end of 2018 we worked on an incredibly special project with @houghton_hall reproducing their iconic 18th century Cabinet Room wallcovering and panels from the same original set discovered by Rose Cholmondeley in the attics of the house. As part of the same project, Rose created her own personal colourway of the design, on a blush cream textured paper, for her bathroom that sits one floor up and 300 years on from its historic counterpart. We both loved the idea that the de Gournay wallpaper in her bathroom would become part of a wonderful decoration story of the house in hundreds of years to come. A contemporary wallpaper now but in time an antique of its very own. @degournay @houghton_hall @simonbrownphotography @elledecor @parkerblarson @vwlawrence ________________________________ #degournay #degournaywallpaper #handpaintedwallpaper #london #elledecor

A post shared by 𝑑𝑒 𝐺𝑜𝑢𝑟𝑛𝑎𝑦 (@degournay) on Jul 3, 2020 at 12:15pm PDT

John Legend-ljósið

Allt ætlaði um koll að keyra eftir að John Legend söng með Sam Smith lagið Stand by Me á tónleikunum One World Together at Home. Allir vildu ljósið í stofunni hans sem er frá Pinch Studio og heitir Anders Pendant Light en sala þess tvöfaldaðist. 

John Legend og ljósið góða frá Pinch Studio.
John Legend og ljósið góða frá Pinch Studio. Skjáskot/Instagram

Vínskápar og skrifborð

Þá var líka mikil eftirspurn eftir vínskápum og sérhönnuðum skrifborðum í art deco-stíl eins og til dæmis Adnet-skrifborðinu frá Bill Amberg Studio en það er klætt leðri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál