Sérlega falleg 56 fm íbúð við Vesturgötu

Við Vesturgötu í Reykjavík stendur afar falleg 56 fm íbúð sem er fantavel skipulögð. Húsið sjálft var byggt 1924 og hefur verið vel við haldið. 

Hátt er til lofts í stofunni og er sérinngangur inn í íbúðina. Eldhús og stofa eru samliggjandi og er hver hlutur á sínum stað. Í stofunni er fallegur gulur sófi og er hlutum raðað upp á sérlega sjarmerandi hátt. Þar er einstaklega huggulegur myndaveggur og hansahillur með glerskáp. 

Í hjónaherberginu er veggurinn við höfuðgaflinn málaður í ljósbláum lit. Þetta er sniðug lausn fyrir þá sem vilja ekki fyrirferðarmikinn rúmgafl en vilja samt einhverja afmörkum. Hvít náttborð setja svip sinn á herbergið. 

Af fasteignavef mbl.is: Vesturgata 65

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál