Dýrustu hús landsins vekja athygli

Bergstaðastræti 81 í Reykjavík.
Bergstaðastræti 81 í Reykjavík.

Á fasteignavef mbl.is má finna marga gullmola en þar er hægt að slá inn fjölmörg leitarskilyrði. Einn af kostunum við fasteignavefinn er að þar er hægt að leita að húsnæði eftir verði. Ef þig dreymir um að búa og lifa eins og greifi götunnar þá er hér að finna nokkrar fasteignir sem gætu höfðað til þín. Tekið skal fram að þessi listi er auðvitað ekki tæmandi enda af nægu að taka. 

Bergstaðastræti 81 -  195.000.000 kr.

Um er að ræða einbýlishús sem byggt var 1945 og er það 367 fm að stærð. Húsið var upphaflega teiknað af Guttormi Andréssyni fyrir hjónin Teit Kr. Þórðarson og Önnu Þorkelsdóttur. Árið 1975 var húsinu breytt og það stækkað verulega eftir teikningum Guðrúnar Jónsdóttur. 

Af fasteignavef mbl.is: Bergstaðastræti 81

Logasalir 7 í Kópavogi.
Logasalir 7 í Kópavogi.

Logasalir 7 - 138.900.000 kr.

Við Logasali í Kópavogi stendur vandað 350 fm einbýli sem byggt var 2002. Húsið er á tveimur hæðum og með 31,5 fm bílskúr. Garðurinn umhverfis húsið er fallega hannaður og götumyndin glæsileg. 

Af fasteignavef mbl.is: Logasalir 7

Tjarnargata 40 í Reykjavík.
Tjarnargata 40 í Reykjavík.

Tjarnargata 40 - 110.000.000 kr.

Í rauða húsinu við Tjarnargötu 40 hefur fjölskylda búið sér einstakt heimili. Húsið sjálft er byggt 1908 og er íbúðin sjálf 174,1 fm að stærð. Um er að ræða neðri sérhæð og kjallara í þessu heillandi húsi. 

Af fasteignavef mbl.is: Tjarnargata 40

Valhúsabraut 16 á Seltjarnarnesi.
Valhúsabraut 16 á Seltjarnarnesi.

Valhúsabraut 16 - 143.500.000 kr. 

Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur vandað 254,7 fm einbýlishús sem byggt var 1996. Húsið er vel staðsett, með móa á bak við sig og því ekki mikla truflun frá nágrönnum. Í húsinu eru sérsmíðaðar innréttingar úr kirsuberjaviði. 

Af fasteignavef mbl.is: Valhúsabraut 16

Kópavogsbraut 88 í Kópavogi.
Kópavogsbraut 88 í Kópavogi.

Kópavogsbraut 88 - 142.000.000 kr.

Ef fólk vissi ekki betur gæti það haldið að það væri komið á Southfork í Dallas þegar myndirnar af húsinu við Kópavogsbraut eru skoðaðar. Um er að ræða 358,5 fm einbýli sem byggt var 1959. Innkeyrslan að húsinu er löng og virðuleg og þegar inn í húsið er komið er svolítið eins og fólk sé komið í tímavél. Á móti fólki taka rósótt teppi, þykkar gardínur, sjónvarpsherbergi með sérsmíðuðum innréttingum og svo mætti lengi telja. 

Af fasteignavef mbl.is: Kópavogsbraut 88

Álfaland 15 í Reykjavík.
Álfaland 15 í Reykjavík.

Álfaland 15 - 139.000.000 kr. 

Við Álfaland í Fossvogi stendur 420 fm einbýli sem byggt var 1983. Húsið var teiknað af Manfreð Vilhjálmssyni arkitekt sem hefur hannað mörg af mest heillandi húsum landsins. Þótt húsið sé einbýlishús eru tvær aukaíbúðir í húsinu og því er hægt að hafa nokkrar tekjur ef því ef íbúðirnar eru leigðar út. 

Af fasteignavef mbl.is: Álfaland 15

mbl.is