Logi selur fallega 55 fm húsið í 101

Eldhúsið í húsinu er afar fallegt.
Eldhúsið í húsinu er afar fallegt. Ljósmyndir/Fasteignaljósmyndun.is

Við Spítalastíg í Reykjavík er afar hugguleg 55.2 fm íbúð í húsi sem byggt var 1922.  Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður er eigandi íbúðarinnar en hún hefur verið í hans eigu síðan 2018. Nú vantar fjölskylduna örlítið meira pláss og því er íbúðin komin á sölu. 

Þessi íbúð er í raun engin venjuleg íbúð því um endaraðhús  á tveimur hæðum er að ræða á þessum klassíska og góða stað í Reykjavík. Heimilið er ákaflega sjarmerandi og heillandi og fá ljósir litir að njóta sín í bland við plöntur og við. Í eldhúsinu er hvít innrétting með eikarborðplötum. Gömul gólfborðin í þessu rými eru afar sjarmerandi. 

Af fasteignavef mbl.is: Spítalastígur 2a

Logi Pedro Stefánsson er búinn að setja íbúðina á sölu.
Logi Pedro Stefánsson er búinn að setja íbúðina á sölu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is