Marta og Kjartan selja íbúðina

Kjartan G. Kjartansson og Marta Guðjónsdóttir.
Kjartan G. Kjartansson og Marta Guðjónsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Við Bauganes í Reykjavík stendur glæsileg 96 fm íbúð sem stendur í húsi sem byggt var 1991. Eigendur íbúðarinnar eru Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Kjartan Gunnar Kjartansson heimspekingur. 

Íbúðin er sérlega björt og falleg. Hún er á jarðhæð með sérinngangi og því er hægt að ganga beint út í garð. 

Eldhús og stofa eru saman í einu rými. Í eldhúsinu er innrétting úr hnotu og mætir hún hvítri sprautulakkaðri innréttingu. Á borðplötunum er granítsteinn. Heimili Mörtu og Kjartans er smekklega samansett og fær hver hlutur að njóta sín. Það andar vel til allra átta eins og sést á myndunum.

Af fasteignavef mbl.is: Bauganes 39

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál