Elísabet og Daníel selja glæsihús á Seltjarnarnesi

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Miðbraut á Seltjarnarnesi hafa Elísabet Alma Svendsen hönnuður og stofnandi Listvals og Daníel Bjarnason tónlistarmaður búið sér einstakt heimili. Búið er að endurnýja húsið mikið en Elísabet Alma sá um að hanna allar breytingar sjálf þótt þau hafi bæði haft skoðanir á því hvernig heimilið ætti að líta út. Húsið sjálft er 245.9 fm að stærð og var það byggt 1964. 

Í eldhúsinu er blá innrétting með brasshöldum og svo er marmari á borðplötum. Þetta spilar vel við eikar-fiskibeinaparketið á gólfinu. Sami blái litur og á innréttingunni er að finna í stofunni. Þegar horft er inn í stofu úr eldhúsinu er ekkert sem truflar augað. 

Á baðherberginu eru marmaraflísar sem fara einstaklega vel við súkkulaðibrúna viðarinnréttingu og frístandandi baðkar. Á hinu baðherberginu eru terrazzo-flísar sem njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Allt gólfefni í húsinu er frá Agli Árnasyni. 

Eins og sjá má á myndunum er heimilið einstakt í heild sinni. 

Af fasteignavef mbl.is: Miðbraut 29

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál