Ingimundur selur glæsihús við Skildinganes

Við Skildinganes í Reykjavík stendur glæsilegt 486.6 fm einbýlishús sem teiknað var af Ingimundi Sveinssyni arkitekt 1977. Ingimundur sjálfur eignaðist svo húsið 2013. Fasteignamat hússins er 157.450.000 kr. 

Húsið ber þess merki að hugsað hafi verið út í öll smáatriði. Góð tenging er við fallegan og rótgróinn garð. 

Eins og sést á myndunum er um einstakt einbýli að ræða. 

Af fasteignavef mbl.is: Skildinganes 38

mbl.is