Keyptu sína fyrstu íbúð og gerðu hana að sinni

Ingibjörg við fallegt veggfóður en fyrir framan hana er ljósakróna …
Ingibjörg við fallegt veggfóður en fyrir framan hana er ljósakróna sem hún föndraði sjálf. mbl.is/Arnþór Birkisson

Í notalegri íbúð í Skipasundi hefur kærustuparið Ingibjörg Sædís og Árni komið sér smekklega fyrir ásamt tveimur hundum. Íbúðin er fyrsta eign þeirra og hafa þau frá árinu 2018 verið að breyta og bæta á skemmtilegan hátt. 

„Það var næs að komast í eigin eign af því að nú getum við gert hvað sem við viljum við íbúðina sem er skemmtilegt. Ég er svona aðeins framkvæmdaglaðari heldur en Árni,“ segir Ingibjörg Sædís þegar hún er spurð hvernig það er að vera flutt í sína eigin íbúð. Áður en þau fluttu í Skipasundið bjuggu þau í um 40 fermetra íbúð í húsi foreldra Árna.

„Þau bjuggu til íbúð og þar fékk ég prinsessan að ráða hvernig allt væri, hannaði eldhúsið og svona. Þá fékk ég smjörþefinn hvernig það er að búa til sitt eigið,“ segir Ingibjörg og segir það ferli hafa gert sig enn spenntari fyrir að kaupa sína eigin íbúð. 

Ingibjörg Sædís flutti fyrst að heiman þegar hún var 16 ára og segir hún að stíllinn hafi breyst síðan þótt hún sé enn mikið í því kaupa notað en hún er sérstaklega veik fyrir öllu sem er retró. Áhuga Ingibjargar Sædísar á gömlum tískustraumum gætir ekki bara í húsgögnum en nýlega flísalögðu þau Árni sjálf eldhúsið með taflflísum. Ingibjörg segist hafa pælt í því að fá sér gráar flísar eins og er í tísku í dag en að lokum komist að því að það væri betra að kaupa eitthvað sem er hennar stíll. 

Kærustuparið flísalagði eldhúsið sjálft. Ingibjörg Sædís er ánægð með afraksturinn en segir að fagmenn hefðu líklega flísalagt betur. 

„Þetta hefði klárleg verið betur gert hefði vanur einstaklingur gert þetta. Þetta er ekki fullkomlega jafnt á öllum stöðum. Ef að það kæmi múrari í heimsókn þá myndi hann örugglega hlæja en þetta lítur ágætlega út.“

Í eldhúsinu má einnig sjá fleiri merki um retróáhuga Ingibjargar Sædísar. Hún málaði eldhúsið myntugrænt og upp á eldhússkápnum má sjá gamaldags vigt í sama lit. Auk þess að mála og flísaleggja lakkaði Ingibjörg Sædís innréttinguna í eldhúsinu og er hún ekki frá því að það sé skemmtilegra að vera í eldhúsinu eftir að hún gerði eldhúsið upp.

Hugmyndauðgi er eitt sem einkennir íbúðina en ljósakrónuna í stofunni gerði Ingibjörg sjálf. Hún fór í Bauhaus og keypti grind sem hún málaði svarta. Hugmyndin var að hafa plöntur hangandi í henni en vegna ljósleysis virkaði það ekki og hanga því nú perur og diskókúla í grindinni. 

Gulur litur er áberandi í íbúðinni en hún ákvað að mála rör og ofna í eins áberandi lit og hún gat fundið. 

„Vinur minn keypti íbúð stuttu áður en við keyptum og hann var með eitthvert pínulítið rör í íbúðinni sinni sem hann gerði svo mikið mál úr og þurfti að fela. Ég hugsaði að þetta væri bara lítið rör, þetta er ekki svona mikið mál. Svo keypti ég íbúð með miklu fleiri og stærri rörum svo ég eiginlega gerði þetta til að stríða honum en svo fannst mér þetta bara flott. Ég keypti mest áberandi lit sem ég fann og málaði með honum. Þessi litur er líka skemmtilegur við sófann. Við fengum sófasettið á tíu þúsund kall á nytjamarkaði og hann er grænn.“

Ingibjörg Sædís heldur mikið upp á listaverkin á heimilinu. Mörg þeirra eru eftir fólk sem hún þekkir og kannast við og þykir vænt um. Ljóðabækurnar á heimilinu eru líka í miklu uppáhaldi. Henni finnst einnig gott að vera inni í stofu þar sem hún segir mikið líf meðal annars vegna plantnanna. Hún ver líka miklum tíma í eldhúsinu þar sem hún hlustar á tónlist og eldar eða barkar.

Ingibjörg Sædís segir að íbúðin hafi verið í góðu ásigkomulagi þegar þau fluttu inn en þau hafi þó séð mikla möguleika og hafa verið að breyta smátt og smátt. Hún segir að það hefði verið of mikið fjárhagslega að fara í eina stóra framkvæmd þegar þau fluttu inn. Framkvæmdum er því hvergi nærri lokið og stefna þau Ingibjörg Sædís og Árni meðal annars á að skipta svefnherberginu í tvennt og gera fataherbergi í dimmari endanum.

Innlit hjá Ingibjörgu Sædísi.
Innlit hjá Ingibjörgu Sædísi. Arnþór Birkisson
Eldhúsið er retró.
Eldhúsið er retró. mbl.is/Arnþór Birkisson
Taflflísar í eldhúsinu.
Taflflísar í eldhúsinu. mbl.is/Arnþór Birkisson
Í heimagerðu ljósakrónunni hangir diskókúla.
Í heimagerðu ljósakrónunni hangir diskókúla. mbl.is/Arnþór Birkisson
Listaverk eftir vini og kunningja eru áberandi.
Listaverk eftir vini og kunningja eru áberandi. mbl.is/Arnþór Birkisson
Ingibjörg Sædís unir sér vel í eldhúsinu.
Ingibjörg Sædís unir sér vel í eldhúsinu. mbl.is/Arnþór Birkisson
Ást heimilisfólksins á dýrum kemur bersýnilega í ljós á listaverkunum.
Ást heimilisfólksins á dýrum kemur bersýnilega í ljós á listaverkunum. Arnþór Birkisson
Ingibjörg Sædís tekur mikið af myndum og á gamlar myndavélar …
Ingibjörg Sædís tekur mikið af myndum og á gamlar myndavélar sem keyptar voru erlendis. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
Notaleg stemmning í stofunni. Græna sófann keyptu Ingibjörg Sædís og …
Notaleg stemmning í stofunni. Græna sófann keyptu Ingibjörg Sædís og Árni á nytjamarkaði. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
Arnþór Birkisson
Skemmtilegt origami í glugganum.
Skemmtilegt origami í glugganum. Arnþór Birkisson
Plönturnar gefa heimilinu lit.
Plönturnar gefa heimilinu lit. mbl.is/Arnþór Birkisson
Innlit hjá Ingibjörgu Sædísi.
Innlit hjá Ingibjörgu Sædísi. mbl.is/Arnþór Birkisson
Plötuspilarinn passar vel við retróáhuga Ingibjargar Sædísar.
Plötuspilarinn passar vel við retróáhuga Ingibjargar Sædísar. mbl.is/Arnþór Birkisson
Arnþór Birkisson
Rör verður að listaverki í þessum gula lit.
Rör verður að listaverki í þessum gula lit. mbl.is/Arnþór Birkisson
Ofninn fær að njóta sín sem og listaverkið á ofninum.
Ofninn fær að njóta sín sem og listaverkið á ofninum. mbl.is/Arnþór Birkisson
Dýr er að finna víðs vegar á heimilinu. Þessi risaeðla …
Dýr er að finna víðs vegar á heimilinu. Þessi risaeðla er blómapottur. Arnþór Birkisson
mbl.is