Glæsihús Kjarneplisins við Sólvallagötu komið á sölu

Við Sólvallagötu 16 stendur einbýlishús sem byggt var 1925. Húsið er 238,1 fm að stærð og afar glæsilegt. 

Eigandi hússins er Kjarneplið ehf. sem er í eigu Sturlu Míós Þórissonar. Kjarneplið ehf. keypti húsið 2013 og er fasteignamat þess 129.350.000 kr. 

Húsið er afar vandað og fallegt og stendur á eftirsóttum stað í Vesturbænum. Frétt um húsið birtist á Smartlandi 2013 og þar má sjá að það er afar fallega innréttað. 

Af fasteignavef mbl.is: Sólvallagata 16

mbl.is