Fékk hönnunarsófann hræódýrt

Christian Siriano er hér ásamt leikkonunni Whoopi Goldberg. Siriano er …
Christian Siriano er hér ásamt leikkonunni Whoopi Goldberg. Siriano er ekki bara með flottan fatastíl þar sem heimili hans er einnig afar fallegt. AFP

Tískuhönnuðurinn Christian Siriano sýndi nýtt og fallegt heimili sitt í Connecticut í Bandaríkjunum á vef Architectural Digest. Siriano átti mikið af gullmolum áður en hann flutti inn í húsið en hann er duglegur að safna antík. 

Siriano, sem er þekktur fyrir að hanna dramatískan og áberandi fatnað sem stjörnurnar klæðast á rauða dreglinum, segist vera duglegur að skoða fornmuni um helgar. Hann notaði til að mynda bílskúr sem geymslu fyrir ýmsar hönnunargersemar sem hann hafði ekki pláss fyrir fyrr en nú.

Hann keypti meðal annars forláta Pierre Paulin-sófa notaðan og segir að hann hafi verið illa farinn. Siriano fékk því sófann eftirsótta fyrir slikk. Hvíti sófinn nýtur sín nú vel í stofunni og lítur vel út þrátt fyrir að vera ekki keyptur nýr úr kassanum. 

Alpha sófinn eftir Pierre Paulin.
Alpha sófinn eftir Pierre Paulin.
mbl.is