130 milljóna einbýli með sundlaug vekur athygli

Við Viðjugerði 1 í 108 Reykjavík stendur glæsilegt 293 fm einbýli sem byggt var 1974. Húsið er fallega innréttað í klassískum stíl.

Áhrif 1974 blasa við í húsinu og má þar sjá panilklædda veggi og fulningahurðir. 

Eitt af því sem gerir húsið spennandi er að á neðri hæð þess er sundlaug og þar er aldeilis hægt að hafa það gott. Ef þig hefur alltaf dreymt um að geta tekið sundsprett hvenær sem er þá er þetta eitthvað fyrir þig. 

Húsið er á tveimur hæðum og vel skipulagt og býður upp á töluverða möguleika. 

Af fasteignavef mbl.is: Viðjugerði 1

mbl.is