Guðdómlegt strandhús Matthews Perrys

Friends-leikarinn Matthew Perry á dásamlegt en fokdýrt hús við strönd …
Friends-leikarinn Matthew Perry á dásamlegt en fokdýrt hús við strönd í Kaliforníu. REUTERS

Vinurinn Matthew Perry hefur sett dásamlegt hús sitt við Malibu-strönd í Kaliforníu á sölu. Húsið er alveg við ströndina og gat Friends-leikarinn auðveldlega fengið sér stundsprett í sjónum. Ekki gat leikarinn heldur kvartað yfir útsýninu. 

Húsið er allt hið glæsilegasta með fjórum svefnherbergjum og fjórum baðherbergjum. Stofa, borðstofa og eldhús eru í einu opnu rými sem er þó það stórt að það rúmar líka borðtennisborð. Í frétt Variety um húsið er leikarinn sagður hafa varið einhverjum tíma í samkomubanni vegna kórónuveirunnar í húsinu. 

Perry keypti húsið árið 2011 en nú vill hann losa sig við það og fá 14,95 milljónir bandaríkjadala fyrir eða rúmlega tvo milljarða. 

Ljósmynd/ Redfin
Ljósmynd/ Redfin
Ljósmynd/ Redfin
Ljósmynd/ Redfin
Ljósmynd/ Redfin
mbl.is