Svona er hægt að lýsa upp dökk rými

Í dökkum rýmum er gott að hugsa vel um hvaða …
Í dökkum rýmum er gott að hugsa vel um hvaða hlutir eru í rýminu og hvaða litir eru notaðir. mbl.is/Colourbox.dk

Það skiptir miklu máli að vera með góða birtu á heimilinu en rými eru misbjört. Sem betur fer fyrir budduna er hægt að nota aðrar aðferðir en að brjóta niður veggi eða stækka glugga til að lýsa upp dökk rými. Á vef Elle Decor er að finna skemmtilegar lausnir til að ljá þeim bjartara yfirbragð.

Listaverk

Dökk herbergi eru notaleg en litrík listaverk geta gefið herberginu lit. Ráðlagt er að hengja upp dekkri myndir í bjartari herbergjum. 

Kristalsljósakróna

Kristalsljósakrónan lýsir ekki bara herbergið upp heldur endurspeglar sólarljós og aðra ljósgjafa í rýminu. 

Málning

Sniðugt er að mála í ljósum litum og bíða með dekkri litatóna, jafnvel þótt dökkt sé í tísku. Fyrir þá djörfu má mála dökk rými með litum sólarinnar, gulum, appelsínugulum og rauðum.  Þá má gera tilraun með því að mála loft ljósblá. Ljósblái liturinn minnir á himininn á björtum sumardegi. Einnig er mælt með því að nota matta málningu í stað málningar með glansandi áferð.

Ljóst gólfefni

Þegar birta er lítil er sniðugt að velja ljóst gólfefni. 

Mottur

Stórar og litríkar mottur gera heilmikið fyrir rými sem eru annars dimm. Mottur gera rými persónulegri og geta gefið góða mynd af fagurfræði íbúa. 

Speglar og aftur speglar

Með því að stilla upp spegli beint á móti því sem hleypir birtu inn í rými má auka birtuna. Hægt er að hengja upp stóran spegil eða nokkra minni. 

Gardínur

Losaðu þig við þykkar og dökkar gardínur.

Tré

Ef tré eru fyrir gluggum er það ekki til þess að gera rými bjartari. Gott er að snyta tré reglulega og huga að því hvar tré eru gróðursett.  

Hreinir gluggar

Það gleymist stundum að þrífa gluggana en það getur gert heilmikið fyrir rými að hafa hreinar rúður. 

Glansandi og glært

Þótt fólk ætti að forðast að nota málningu með glansandi áferð í dekkri rýmum má alveg nota glansandi húsgögn. Hlutir með glansandi yfirborði eða gegnsæ húsgögn ættu að gera gott mót í rýmum þar sem birta er af skornum skammti.

Motta getur gert heilmikið fyrir öll rými.
Motta getur gert heilmikið fyrir öll rými. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál