Heillandi 121 fm íbúð við Öldugötu

Við Öldugötu í Reykjavík stendur afar hugguleg 121,2 fermetra íbúð á besta stað. Íbúðin er hlýlega innréttuð með fallegum húsgögnum. Húsið sjálft var byggt 1954 og er gott skipulag á íbúðinni.

Borðstofa og stofa eru hlið við hlið og opið á milli með tvöfaldri glerhurð þannig að hægt er að loka á milli rýma. Á gólfunum er parket og hvítir gólflistar í stíl við veggina. Hvíti liturinn á veggjunum gerir það að verkum að listaverk íbúðarinnar fá að njóta sín betur. Vegglampinn frá Flos sem fæst í Casa setur svip sinn á stofuna en lampinn er afar hentugur því hægt er að stilla hann á margan hátt. 

Þegar inn í eldhús er komið tekur hvít innrétting á móti fólki. Innréttingin er höldulaus og kvarts-steinn á borðplötunum. Falleg lýsing er í eldhúsinu og ekkert óþarfa prjál. 

Búið er að endurnýja baðherbergi mikið en þar er dökkgrá innrétting sem passar vel við svarthvítu flísarnar sem eru á gólfinu. 

Af fasteignavef mbl.is: Öldugata 50

mbl.is