Björguðu gömlu húsi á Grettisgötunni

Fallegur nýr stigi setur svip á gamla húsið á Grettisgötunni.
Fallegur nýr stigi setur svip á gamla húsið á Grettisgötunni. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun

Vig­dís Ólafs­dótt­ir inn­an­húss­hönnuður keypti ein­býl­is­hús á Grett­is­götu með frænda sín­um, Ásgeiri Arnóri Stefánssyni, eiganda byggingarverktakafyrirtækisins Örk bygg ehf., og konu hans Lenu Ósk Guðjónsdóttur, í lok árs árið 2017. Húsið var komið til ára sinna og það tók þau eitt og hálft ár að taka húsið í gegn en þau skiptu nán­ast um hverja ein­ustu skrúfu í hús­inu.

Vig­dís sá um inn­an­húss­hönn­un­ina en Trípólí arki­tekt­ar aðstoðuðu við að hanna skipu­lag húss­ins. Húsið sem var byggt árið 1902 er ekki nema 118 fer­metr­ar og var allt niður­hólfað. Eitt það fyrsta sem þau ákváðu að gera var að breyta stiga­op­inu. „Það var hring­stigi í miðju rým­inu á miðhæðinni sem tók mikið pláss og takmarkaði möguleika,“ seg­ir Vig­dís en veg­leg­ur tré­stigi set­ur nú fal­leg­an svip miðhæðina og á þátt í að búa til gam­aldags­ stemm­ningu ásamt list­um og ró­sett­um á veggj­um og í lofti.

Eitt leiddi af öðru

„Þetta er nýtt hús að innanverðu. Við gróf­um niður kjall­ar­ann og dýpkuðum hann af því að loft­hæðin var ekki nema rétt um tveir metr­ar. Á þriðju hæðinni var búið að taka niður loftið. Við hækkuðum það um ein­hverja þrjá­tíu eða fjör­utíu sentíimetra,“ seg­ir Vig­dís og bend­ir á að þau hafi skipt um allt raf­magn, pípu­lagn­ir og skipt út gólf­inu á miðhæðinni sem dúaði allt þegar þau keyptu húsið.

„Það stóð ekki til upphaflega að fara í svona miklar breytingar en eins og oft vill verða í gömlum húsum þá kemur ýmislegt í ljós þegar framkvæmdir hefjast, eitt leiðir af öðru og allt í einu er bara ekki göm­ul skrúfa í hús­inu.“

Ýmis­legt kom í ljós þegar þau hóf­ust handa. Í ljós kom að loft­hæðin í kjall­ar­an­um var hvorki nógu mik­il né var gólfið nógu þykkt. Þegar upp var komið ætluðu þau bara að taka niður milli­veggi. Þau ákváðu þó að kíkja á bak við klæðning­una á út­veggj­un­um og þá kom í ljós raki sem þurfti að laga. „Þetta vatt bara upp á sig. Smátt og smátt varð þetta hús bara að nýju húsi að inn­an.“

Blaðamaður bend­ir á marg­ir hefðu lík­lega bara rifið húsið og byggt nýtt í staðinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vig­dís heyr­ir þá skoðun. Hún bend­ir þó á að það sé erfitt að eiga við byggingarfulltrúa og húsið sé þar að auki friðað. „Upp­haf­legt plan var að stækka húsið og breyta því í tvær íbúðir. Svo bara gáf­umst við upp á því að fá það samþykkt, regluverkið er svo þungt og flókið.“

Eldhús, stofa og borðstofa eru núna í einu opnu og …
Eldhús, stofa og borðstofa eru núna í einu opnu og björtu alrými. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Vigdís Ólafsdóttir tók hús á Grettisgötu í gegn. Fyrirmyndir.
Vigdís Ólafsdóttir tók hús á Grettisgötu í gegn. Fyrirmyndir. Ljósmynd/Aðsend
Það var ekki mikið pláss í gamla eldhúsinu.
Það var ekki mikið pláss í gamla eldhúsinu. Ljósmynd/Aðsend

Opnuðu allt

Vig­dís seg­ir að þau hafi aldrei hugsað sér að gef­ast bara upp þrátt allt sem kom upp á. Verk­efnið var held­ur ekki bara erfitt þar sem Vig­dís fékk heil­mikið út úr því að hanna húsið. Vig­dís lærði inn­an­húss­hönn­un í In­ter­i­or Design School í London og vann þar í hálft ár eft­ir út­skrift. Á tím­an­um í London lærði hún betur að meta gamlan byggingarstíl, lista og rósettur sem fær að njóta sín í hús­inu á Grett­is­göt­unni en Vig­dís og frændi henn­ar gjör­breyttu öllu skipu­lagi og allri hönn­un. 

„Það voru ynd­is­leg eldri hjón sem áttu húsið. Þau ólu upp fjög­ur börn í hús­inu og þegar krakk­arn­ir voru að al­ast upp voru þau framan af bara með eitt baðher­bergi og eina sturtu. Þess vegna var sturta sett upp niðri í kjall­ara. Húsið var allt mjög mikið hólfað niður eins og tíðkaðist í gamla daga. Við opnuðum þetta allt upp og breytt­um staðsetn­ingu á eld­húsi og stækkuðum eld­húsið til muna. Við breyttum einnig öllu skipulagi uppi. Það var ekk­ert baðher­bergi á efstu hæðinni. Við bjugg­um til baðher­bergi þar með sturtu. Gjör­breytt­um skipu­lag­inu þar. Niðri var stofa, borðstofa og eld­hús og bað, allt hólfað niður og hring­stigi í miðjunni,“ seg­ir Vig­dís um þær stóru skipu­lags­breyt­ing­ar sem þau fóru út í.

Baðherbergið er fallegt.
Baðherbergið er fallegt. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Fallegar flísar ramma inn sturtuklefann.
Fallegar flísar ramma inn sturtuklefann. Fasteignaljósmyndun
Baðherbergið fyrir breytingar.
Baðherbergið fyrir breytingar. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri eigendur útbjuggu auka sturtuklefa í þvottahúsinu. Í dag eru …
Fyrri eigendur útbjuggu auka sturtuklefa í þvottahúsinu. Í dag eru tvö baðherbergi. Ljósmynd/Aðsend

Myndi ekki end­ur­taka leik­inn

Að gera upp gam­alt hús er kostnaðarsamt en það sem kom Vig­dísi kannski einna mest á óvart hvað það kost­ar mikið að farga efniviði. Vig­dís seg­ir verk­efnið hafa verið erfitt en skemmti­legt. Hún myndi þó ekki fara út í eins verk­efni aft­ur.

„Ekki svona, þetta var allt of mikið. Ég væri al­veg til í að gera upp, mála og breyta eld­húsinn­rétt­ingu og baði en þetta var fullmikið. Ég myndi ekki gera svona aft­ur, ég myndi miklu frek­ar byggja,“ seg­ir Vig­dís ein­læg. „Við erum búin að bjarga þessu húsi. Það var ekki að hruni komið, ég segi það ekki en það var barns síns tíma og það var kom­inn tími á alls kon­ar hluti.“

Eftir breytingar:

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun

Fyrir breytingar:

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsendmbl.is