Ragnar og María selja 133 fm hæð í 101

Ragnar Jónasson og María Margrét Jóhannsdóttir ásamt dætrum sínum þeim …
Ragnar Jónasson og María Margrét Jóhannsdóttir ásamt dætrum sínum þeim Natalíu og Kiru. Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Ragnar Jónasson, lögfræðingur og metsölurithöfundur, og eiginkona hans, María Margrét Jóhannsdóttir blaðamaður, hafa sett sína glæsilegu íbúð við Sólvallagötu á sölu. Um er að ræða 133 fm hæð á besta stað í miðbænum. Húsið sjálft, sem er reisulegt og vel við haldið, var byggt 1927.  

Heimili Ragnars og Maríu er einstakt á margan hátt. Í eldhúsinu mætast eikarinnréttingar og appelsínugulir skápar sem eru sprautulakkaðir. Þar eru líka grænar flísar sem tóna vel við appelsínugula litinn. 

Í stofunni er risastór bókahilluveggur sem setur svip sinn á rýmið. Þar er að finna bæði bækur og skrautmuni og er plássið nýtt til fulls. 

Falleg húsgögn prýða heimili Ragnars og Maríu sem passa vel við falleg listaverk sem fá að njóta sín á veggjum heimilisins. 

Af fasteignavef mbl.is: Sólvallagata 6

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is