Arion banki eignast glæsihús Skúla Mogensen

Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Fasteignin við Hrólfsskálavör 2 var seld Arion banka hf. 4. september. Húsið var áður í eigu Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra Wow air. Hann festi kaup á húsinu 2016 og hófst þá handa við að innrétta það. Húsið við Hrólfsskálavör 2 þykir eitt glæsilegasta hús landsins og var það teiknað af arkitektum Studio Granda. 

Úr stofunni er glæsilegt útsýni út á haf.
Úr stofunni er glæsilegt útsýni út á haf. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Innanhússhönnun var í höndum Grímu Bjargar Thorarensen, innanhússhönnuðar hjá GBT Interiors, og Selmu Ágústsdóttur hjá Namó Desing. 

Eldhúsinnrétting hússins er frá Poggenpohl og Boffi sem eru ítölsk hönnunarfyrirtæki. Húsið er 609 fm að stærð og búið öllum þeim þægindum sem glæsieign þarf að hafa til að bera. Ekki er vitað hvað greitt var fyrir húsið en 2018 tók Skúli lán hjá Arion banka hf. að andvirði 443 milljóna ef miðað er við gengi dagsins í dag.

Fasteignamat hússins er 192.250.000 kr.

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál