Ein „senaðasta“ íbúð landsins komin á sölu

Ljósmyndir/Fasteignaljósmyndun.is

Við Hjarðarhaga í Reykjavík stendur glæsilegt hús sem byggt var 1960. Þar er að finna 132,4 fm íbúð sem býr yfir miklum sjarma. Eigendur íbúðarinnar eru Unnur Valdís Kristjánsdóttir hönnuður og Sigurður Einar Gylfason. Unnur Valdís hannaði flothettuna sem þykir mikið undur enda varla hægt að finna meiri slökun en í flotþerapíu. 

Náttúrulegir litir fá að njóta sín í íbúðinni. Á gólfunum er fallegt gegnheilt parket og í loftunum er falleg viðarklæðning. Heimilið er búið fallegum húsgögnum og er stemningin þannig að fólk langar helst bara að hugleiða þegar það kemur inn í íbúðina. 

Allt er málað í ljósum litum, húsgögnin eru úr ljósum viði og svo kemur bast við sögu. Ef það er hægt að tala um góðan anda á heimili þá skín hann í gegnum myndirnar! 

Af fasteignavef mbl.is: Hjarðarhagi 15

mbl.is