Krúttleg íbúð á besta stað í bænum

Stofan er hlýleg með fallegum grænum sófa.
Stofan er hlýleg með fallegum grænum sófa. Ljósmynd/Baldur Jezorski

Við Seljaveginn í Reykjavík er að finna einu krúttlegustu íbúð borgarinnar. Um er að ræða 83 fermetra íbúð í húsi byggðu árið 1930. 

Þrátt fyrir að vera í gömlu húsi er íbúðin einstaklega vel skipulögð, björt og falleg. Henni hefur verið vel við haldið síðustu árin. Í húsinu eru bara tvær aðrar íbúðir og aðeins ein íbúð á hverri hæð. 

Eitt rúmgott svefnherbergi er í íbúðinni. Eldhúsið er með hvítri innréttingu og svartri borðplötu. Tvær samliggjandi stofur með innfelldri hurð á milli. 

Íbúðin er fullkomin fyrir þá sem dreymir um að lifa bíllausum lífsstíl því stutt er í verslun og þjónustu. Auk þess eru skólar og leikskólar í göngufjarlægð. 

Það er greinilegt að mikið smekkfólk er á heimilinu því veggirnir eru skreyttir með áhugaverðum málverkum. 

Af fasteignavef mbl.is: Seljavegur 15

Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
Ljósmynd/Baldur Jezorski
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál