Misheppnuðustu gardínur í heimi?

Gardínurnar minna á sígarettur.
Gardínurnar minna á sígarettur. Ljósmynd/Argos

Gardínur sem nú eru á útsölu hjá bresku verslunarkeðjunni Argos hafa vakið töluverða athygli. Lágt verðið er ekki það sem hefur fangað athygli fólks heldur er það hönnunin sem fleiri setja spurningarmerki við. 

Gardínurnar koma í tveimur gerðum. Þær eru annars vegar ljósar og gráar og hins vegar hvítar og gular. Þykir hvíta og gula útgáfan minna töluvert á sígarettur. Líklega verður seint mælt með gardínunum hjá þeim sem eru að reyna að hætta að reykja. Gardínurnar kveikja örugglega í nikótínþörfinni hjá einhverjum.

Hér fyrir neðan má sjá annars vegar sígarettur og hins vegar gardínur. Sérðu muninn?

Þetta eru sígarettur.
Þetta eru sígarettur. Mbl.is/Colourbox.dk
Hvítar og gular gardínur en ekki sígarettur.
Hvítar og gular gardínur en ekki sígarettur. Ljósmynd/Argos
mbl.is