„Ég þurfti að byrja upp á nýtt hér á Íslandi“

Max­ime Sau­vageon flytur inn fallega hönnun til Íslands.
Max­ime Sau­vageon flytur inn fallega hönnun til Íslands. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Frakk­inn Max­ime Sau­vageon hef­ur búið á Íslandi í tvö ár en það var ást­in sem dró hann upp­haf­lega til lands­ins. Max­ime er al­inn upp við fal­lega hönn­un í Frakklandi og þegar hann flutti til Íslands ákvað hann að stofna hönn­un­ar­versl­un­ina La Bout­ique Design. Und­ir nafn­inu sel­ur hann fransk­ar og alþjóðleg­ar hönn­un­ar­vör­ur sem eiga það sam­eig­in­legt að vera vist­væn­ar. 

„Kær­asta mín er hálf­ís­lensk og hálfþýsk en við hitt­umst fyrst í Berlín. Við vor­um í fjar­sam­bandi í eitt ár og heim­sótt­um hvort annað í hverj­um mánuði. Ég bjó í Par­ís og hún í Reykja­vík. Við skoðuðum hvað væri besta í stöðunni þar á meðal fyr­ir stjúp­son minn sem er 12 ára og ákváðum að búa á Íslandi,“ seg­ir Max­ime um ástæðu þess að hann ákvað að flytja til Íslands.  

Max­ime kom með Nor­rænu til Seyðis­fjarðar í maí 2018 með full­an bíl af far­angri.

„Þetta var ekki ein­föld ákvörðun og ég þurfti að byrja upp á nýtt hér á Íslandi en það er án efa besta ákvörðun sem ég hef tekið og sé ekki eft­ir því,“ seg­ir Max­ime um þá ákvörðun um að flytja til Ísland. Hann sagði upp yf­ir­manns­stöðu hjá súkkulaðifram­leiðand­an­um Mars til þess að elta ást­ina til Íslands. Hann hef­ur þó ekki al­veg sagt skilið við sæt­ind­in en ásamt því að reka net­versl­un­ina La Bout­ique Design sel­ur Max­ime fransk­ar makkarón­ur und­ir nafn­inu Franskarmakk­aronur.is.

Maxime við stól frá Tolix sem hann flytur inn.
Maxime við stól frá Tolix sem hann flytur inn. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Max­ime er alin upp við fal­lega hönn­un heima fyr­ir og seg­ir að móðir sín sé mjög áhuga­söm um hönn­un. Faðir hans rak lítið fyr­ir­tæki sem seldi frönsk­um tísku­hús­um efni og auka­hluti svo hönn­un hef­ur alltaf verið hluti af hans lífi.

„Ástríða mín hófst fyrir al­vöru þegar ég flutti að heim­an til þess að stunda há­skóla­nám en ég er með meist­ara­gráðu í viðskipt­um og stjórn­un. Ég notaði laun­in mín til þess að inn­rétta íbúðina mína smátt og smátt. Ég hef alltaf kosið að fjár­festa í gæðahlut­um og tíma­lausri hönn­un í stað hönn­un­ar sem er ekki jafn end­ing­argóð en það er eim­itt heim­speki La Bout­ique Design,“ seg­ir Max­ime.

Vagga frá þýska merkinu Bermbach Handcrafted.
Vagga frá þýska merkinu Bermbach Handcrafted. Ljósmynd/Bermbach Handcrafted

Max­ime seg­ir Frakk­land vera heim­ili margra bestu hönnuða í heimi en Par­ís­ar­borg sé borg ástar­inn­ar, ljósa og flottr­ar inn­an­hús­hönn­un­ar. Hann bend­ir á að þrátt fyr­ir að flotti Par­ís­ar­stíll­inn sé ein­stak­ur er franski stíll­inn fjöl­breytt­ur, allt frá töff íbúðum í Par­ís til nota­legra sveita­heim­ila í héraðinu Provence. Max­ime tel­ur marg­breyti­leik­an vera styrk­leika franskr­ar hönn­un­ar sem hann skil­grein­ir sem „klass­íska með nú­tíma­legu tvisti“.

„Bæði stíll­inn og úr­valið á Íslandi kom mér ánægju­lega á óvart þegar ég flutti hingað fyrst. Ein­fald­ur stíll og hag­nýt nálg­un heillaði mig. Hins veg­ar fannst mér eins og það vantaði eitt­hvað, ég saknaði hins djarfa, lit­ríka og ein­staka í hönn­un­inni frá Frakklandi. Að búa á Íslandi hef­ur veitt mér svo mik­inn inn­blást­ur, fyr­ir það er ég mjög þakk­lát­ur. Í staðinn lang­ar mig að deila þekk­ingu minni, reynslu og ástríðu fyr­ir gæðahönn­un og vör­um. Með La Bout­ique Design lang­ar mig að kynna Íslend­inga fyr­ir ein­hverju nýju, klass­ísku með nú­tíma tvisti,“ seg­ir Max­ime og tek­ur fram að í net­versl­un­inni sé að finna bæði franska hönn­un en líka alþjóðleg merki sem Max­ime lang­ar til að kynna Íslend­inga fyr­ir. Hann seg­ist geta keppt í verði miðað við það sem geng­ur og ger­ist á meg­in­landi Evr­ópu með því að vera ein­göngu með net­versl­un. Þrátt fyrir að um netverslun sé að ræða segir hann þjónustustigið hátt. Hann sendir frítt heim á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fólk getur haft samband og fengið hjálp við val á draumahúsgagninu.

Ásdís Ásgeirsdóttir

„Hugmyndin var ekki bara að skapa vettvang fyrir franska hönnun heldur var markmiðið líka að bjóða upp á frábært úrval af vistvænni hönnun. Hönnun þar sem áhersla er lögð á virðingu fyrir jörðinni og fólki. Við gerum þeim framleiðendum hátt undir höfði í búðinni með Eco Label sem er stimpill fyrir vistvæna hönnun.“

Hvernig hönn­un heill­ar þig?

„Fal­leg hönn­un örv­ar skyn­færi mín og býr til til­finn­ing­ar. Lykt­in af leður­sóf­an­um frá Duvi­viers, hljóðið í stál­stóln­um frá Tolix eða pott­un­um frá Staub, lykt­in af viðar-eða reyrhlut­um frá Drugeot eða Bermbach, viðkoma steypu­hús­gagna Lyon Bet­on eða bara út­lit hús­gagna frá Red Ed­iti­on, AFK Li­ving eða La Chance. Hönn­un sem þessi heill­ar mig. Ef við get­um bætt líf fólks og glatt fólk á sama hátt með La Bout­ique Design er ég ánægður. Margt smátt hjálp­ar til við að gera heim­inn betri.“

Hægindastóll frá franska merkinu Kann Design.
Hægindastóll frá franska merkinu Kann Design. Ljósmynd/Kann Design

Max­ime ákvað strax að gera Ísland að sínu öðru heim­ili þegar hann flutti til Íslands. Hann lagði fyrst um sinn áherslu á að bæta ensk­una sína þrátt fyr­ir að tala góða ensku miðað við Frakka, í dag skil­ur hann tölu­vert mikið í ís­lensku. Hann seg­ir fjöl­skyldu og vini hafa átt sinn þátt í hvernig hon­um tókst að aðlag­ast en þakk­ar ekki síst hlaupa­fé­lög­um sín­um. Upp úr krafs­inu kem­ur að Max­ime er ekki bara ástríðufull­ur hönn­unar­un­andi held­ur líka mik­ill hlaupagarp­ur. Hann þjálf­ar hlaupa­hóp HK og var ann­ar í Lauga­vegs­hlaup­inu í sum­ar. Veðrið er það sem hef­ur strítt hon­um mest.

„Veðrið er klár­lega það slæma við Ísland og fyrsta sum­arið mitt hér var það mjög sæmt en ég vissi það svo sem áður en ég flutti. Ég er far­inn að skilja af hverju Íslend­ing­ar fara út um leið og sól­in fer að skína en mér fannst það fyndið þegar ég kom hingað fyrst. En ég er ekki að byggja upp líf með veðrinu. Sem hlaup­ari er ég næst­um því úti á hverj­um degi í klukku­tíma í senn. Sól, vind­ur, snjór það skipt­ir ekki máli, ég klæði mig bara vel. Ég er já­kvæð mann­eskja og vonda veðrið kenndi mér að njóta þess að vera í nú­inu og vera já­kvæðari í öll­um aðstæðum,“ seg­ir Max­ime og bæt­ir því við að það sé full­komið að lifa eft­ir spek­inni þetta redd­ast í Reykja­vík. 

Skemmtileg bókahilla frá franska merkinu IBRIDE.
Skemmtileg bókahilla frá franska merkinu IBRIDE. Ljósmynd/Ibride-design
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál