Það væsir ekki um Benedikt heima hjá Liv og Sverri

Blikanes 20 í Arnarnesi er teiknað af Pálmari Kristmunssyni. Það …
Blikanes 20 í Arnarnesi er teiknað af Pálmari Kristmunssyni. Það er talið vera eitt dýrasta hús landsins.

Ráðherrann Benedikt Ríkharðsson í samnefndri þáttaröð á RÚV býr í glæsihúsi Liv Bergþórsdóttur og Sverris Viðars Haukssonar eiginmanns hennar. Ráðherrann er leikinn af Ólafi Darra og fer Aníta Briem með hlutverk eiginkonu hans. Björg Magnúsdóttir er einn af höfundum seríunnar. Hún sagði í viðtali við Smartland á dögunum að Benedikt væri leiðtoginn sem við öll þráum. 

Ráðherrahjónin hafa það örlitið betra fjárhagslega en margir í samfélaginu. Þetta hús passar þeim vel en Blikanes 20 hefur margoft ratað í fréttir. Húsið var byggt 2001 og er 460 fm að stærð og hannað af Pálmari Kristmundssyni arkitekt. 

Húsið er einstakt fyrir margar sakir en það er talið vera eitt af dýrustu húsum landsins en fasteignamat þess er 151.650.000 kr. en lækkar reyndar niður í 144.700.000 kr. 2021. Í húsinu voru alltaf tvö eldhús, eitt fyrir heimilisfólk og annað fyrir þjónustufólk. 

Liv, sem nú er forstjóri BIOEFFECT og Sverrir festu kaup á húsinu 2017 en 1. nóvember í fyrra var húsið fært yfir á nafn Sverris. 

Ólafur Darri leikur aðalhlutverkið í Ráðherranum, sjálfan Benedikt.
Ólafur Darri leikur aðalhlutverkið í Ráðherranum, sjálfan Benedikt.
Blikanes 20.
Blikanes 20.
mbl.is