Skúli fluttur út úr glæsivillunni á Nesinu

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.

Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri WOW air er fluttur út úr fasteigninni, Hrólfsskálavör 2. Arion banki eignaðist húsið á dögunum eins og Smartland greindi frá. Samkvæmt kaupsamningi fékk bankinn húsið afhent 11. september síðastliðinn.  

Húsið stendur á besta stað á Seltjarnarnesi og flæðir hafið inn um stóra gluggana. Húsið er hannað af Studio Granda og voru það Selma Ágústsdóttir og Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuðir sem hönnuðu húsið að innan. Í eldhúsinu er glæsileg innrétting með gráum marmara og kemur hún frá Pog­genpohl og Boffi. 

Húsið er ennþá á sölu en hinir og þessir aðilar hafa verið orðaðir við húsið og sú saga gengur um bæinn að Kári Stefánsson hyggist kaupa húsið. Smartland hefur þó ekki fengið það staðfest og það tekið fram að Arion banki er eigandi hússins. 

Húsið stendur við Hrólfsskálavör á Seltjarnarnesi og er tæpir 600 …
Húsið stendur við Hrólfsskálavör á Seltjarnarnesi og er tæpir 600 fm. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál