Sendiráð Bandaríkjanna keypti höllina

Sendiráð Bandaríkjanna hefur fest kaup á fasteigninni sem stendur við Sólvallagötu 14. Um er að ræða 538 fm einbýlishús sem byggt var 1928. 2019 var byggt við húsið. Valgerður Franklínsdóttir, eiginkona Andra Más Ingólfssonar, oft kennds við Heimsferðir, var eigandi hússins. 

Fasteignamat hússins er 280.150.000 kr. fyrir 2020. 

Húsið við Sólvallagötu er eitt af glæsilegustu húsum landsins og var það endurnýjað frá grunni. Rut Káradóttir innanhússarkitekt á heiðurinn af innréttingunum í húsinu og eins og sjá má á myndum er heildarmyndin vönduð og falleg. 

mbl.is